-
Bæjarráð - 605
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl 2023. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-mars 2023, ásamt málaflokkayfirliti. Skv. yfirlitinu er rekstrarniðurstaða fyrstu þriggja mánaða ársins 2,3 millj. kr. umfram áætlun tímabilsins (neikvæð niðurstaða). Ástæða frávikanna er fyrst og fremst aukin fjármagnsgjöld vegna hækkunar vísitölu neysluverðs. Flestir málaflokkar eru undir eða á pari við áætlun, en fjármagnskostnaður er talsvert yfir áætlun.
-
Bæjarráð - 605
Sif Hjaltdal Pálsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landslagi, sat fundinn undir þessum lið á fjarfundi, þ.e. vegna umræðu um endurbætur í Hrannarstíg.
Lögð fram vinnutillaga Sifjar/Landslags að útfærslu gangstíga á Hrannarstíg, frá Nesvegi og að Grundargötu. Rætt um fyrirkomulag í götu, efnisval og áfangaskiptingu verksins.
Lagt til að farið verði í áfanga 1 og 2 á árinu. Áfangi 1 felur í sér endurbætur á gangsvæði meðfram bílaþvottaplani og leikskólalóð.
Samþykkt samhljóða.
Rætt um ástand á malbiki í götunni Fagurhól, við og útfrá kirkjunni, en malbikið er farið að láta á sjá. Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Veitum ohf. um ástand vatnslagnar á svæðinu, þannig að endurnýjun vatnslagnar og endurbætur á yfirlögn geti farið saman, þegar að því kemur.
Bæjarráð ræddi almennt um ástand malbiks/malbiksviðgerða eftir framkvæmdir í götum á vegum ýmissa aðila. Bæjarráð vill skerpa á því verklagi að framkvæmdaaðilum sé gert að vanda frágang og viðgerðir þegar þurft hefur að framkvæma í götum.
Samþykkt samhljóða.
Einnig rætt um afmörkun malbikaða gangstígsins/stéttar í Sæbóli. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að hrinda í framkvæmd afmörkun gangstígs/stéttar frá götu til bráðabirgða, á meðan endanlegum frágangi er ekki lokið.
Samþykkt samhljóða.
Rætt um bílakaup fyrir áhaldahús, en í fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir endurnýjun á Toyota Hiace bifreið árgerð 2006. Bæjarstjóri gerði grein fyrir valkostum í bílakaupamálum. Bæjarráð telur í ljósi þeirra valkosta sem standa til boða, að skynsamlegt sé að bæta við fjárheimild ársins til bílakaupa.
Bæjarstjóra veitt umboð til bílakaupa í samræmi við umræður fundarins. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarauka.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Til máls tóku ÁE, GS og BÁ.
-
Bæjarráð - 605
Lagðir fram minnispunktar frá fundi 23. maí sl. sem bæjarstjóri átti ásamt bæjarstjóra Snæfellsbæjar með Stefáni Gíslasyni hjá Environice ehf., en hann hefur veitt sveitarfélögunum ráðgjöf vegna breytinga í sorpmálum í samræmi við löggjöf þess efnis. Jafnframt lagður fram tölvupóstur Úrvinnslusjóðs og fleiri vinnugögn.
Bæjarstjóri sagði frá rýni- og undirbúningsvinnu með Snæfellsbæ varðandi sorpmálin að undanförnu.
Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að útboði sorpmála með það fyrir augum að útboð fari fram á árinu. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra veitt umboð til að vinna að undirbúningi opins útboðs á sorphirðu, rekstri gámastöðvar og tilheyrandi þjónustu, í heild eða hlutum, í samræmi við þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið. Útboð fari fram í samvinnu við Snæfellsbæ.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs um útboð sorpmála og umboð til undirbúnings.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 605
Lögð fram gögn úr undirbúningsvinnu um fyrirkomulag og mögulegt útlit skilta í bænum.
Unnið er með hliðsjón af "Vegrún", wwww.godarleidir.is, skiltahandbók um skilti í náttúru Íslands.
Tillagan nær til skilta í þéttbýlinu og er lagt til að sett verði upp skilti, svokallaðir „vegprestar“ sem vísa á helstu þjónustu í Grundarfirði.
Í næsta áfanga er endurnýjun tveggja skilta, sitt hvorum megin í bænum.
Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur og að bjóða þjónustuaðilum „plötu“ á skiltinu, á kostnaðarverði, þannig að merking í bænum væri samræmd.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs um skiltastefnu.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram bréf Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls, dags. 9. maí sl., með beiðni um merkingar á bílastæðum og malbikun á göngustíg á lóð heimilisins.
Bæjarráð samþykkir styrk til Fellaskjóls sem felst í merkingum á bílastæðum á lóð heimilisins eftir að malbikun er lokið í sumar. Bæjarráð vísar beiðni Fellaskjóls um malbikun á göngustíg í lóð til fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2024.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 605
Lögð fram til kynningar bréf Stéttarfélagsins Kjalar um atkvæðagreiðslu félagsmanna um verkfall, þ.e. bréf dags. 14. maí sl., þar sem samþykkt var verkfall á Leikskólanum Sólvöllum dagana 30. maí til 1. júní og bréf dags. 19. maí sl., þar sem samþykkt var verkfall í leikskóla og bæjarskrifstofu frá 5. júní til 5. júlí nk. og verkfall í íþróttahúsi/sundlaug ótímabundið frá 5. júní nk.
Af um 85 starfsmönnum bæjarins er 41 starfsmaður í BSRB (39 í starfi eins og er) og eru 17 af þeim á leið í verkfall skv. þessu eða um 20% starfsmanna bæjarins.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí sl. um stöðuna í kjarasamningsviðræðum.
Umboð Grundarfjarðarbæjar til kjarasamningsgerðarinnar liggur hjá Samninganefnd sveitarfélaganna og vonar bæjarráð að samningsaðilar nái samkomulagi hið fyrsta.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram til kynningar svarbréfi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei við bréfi bæjarstjóra og ósk/tillögu um samstarf og samnýtingu á eldhús- og borðbúnaði í Samkomuhúsinu. Kvenfélagið sá sér ekki fært að verða við tillögu um samnýtingu á búnaðinum.
Bæjarráð þakkar kvenfélaginu fyrir afgreiðslu erindisins.
Unnið er að því að útbúa samkomuhúsið með borðbúnaði og áhöldum sem þarf, þannig að sem einfaldast og hagkvæmast verði að nýta húsið fyrir margvíslegar samkomur.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 9. maí sl. um almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
-
Bæjarráð - 605
Lagður fram til kynningar ljósmyndasamningur 2023 við Tómas Frey Kristjánsson.
-
Bæjarráð - 605
Lagður fram til kynningar fánasamningur við Skátafélagið Örninn 2022-2023.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð NýVest. Aðalfundurinn verður haldinn í Borgarnesi 6. júní nk.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram til kynningar bréf Vina íslenskrar náttúru til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. apríl sl., um skipulag skógræktar í landinu.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram til kynningar ársuppgjör Ungmennafélags Grundarfjarðar vegna ársins 2022.
-
Bæjarráð - 605
Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju vegna ársins 2022.
-
Bæjarráð - 605
Lagður fram til kynningar ársreikningur Setbergssóknar vegna Grundarfjarðarkirkju árið 2022.
-
Bæjarráð - 605
Lagður fram til kynningar mál 497. frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs).