Fyrir fundinum liggur skjal með tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir hafnarsvæði og Framnes, með innfærðum minnispunktum bæjarstjóra eftir síðustu yfirferð hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn - 5Hafnarstjórn fer ekki efnislega yfir skjalið, þar sem minnispunktar um afstöðu hafnarstjórnar liggja fyrir og hafa verið eða verða teknir inní endanlega útgáfu.
Fyrir liggur vinnsluútgáfa dags 31. mars sl. frá Eflu, um deiliskipulag hafnarsvæðis.
Hafnarstjórn fór yfir tillöguna.
Hafnarstjórn - 5Mörkum deiliskipulagssvæðis hefur verið breytt í takt við óskir hafnarstjórnar, þannig að þau liggja nú rétt sunnan við Miðgarð. Ekki er því tekið með í þessari tillögu hluti af landfyllingu sunnan Miðgarðs, eins og fyrri útgáfur af tillögu gerðu ráð fyrir. Hafnarstjórn óskaði eftir því að slík umræða yrði látin bíða og tekin með heildarskipulagi suðursvæðis hafnarinnar.
Með tilkomu tengingar af Bergþórugötu yfir Nesveg og inná hafnarsvæðið, yfir nýju landfyllinguna og framhjá nýja netaverkstæðinu og saltgeymslunni, er umferðarflæði á svæðinu að breytast. Í aðalskipulagi hefur lengi verið gert ráð fyrir nýjum vegi sem komi neðan Grundargötu, yfir nýja landfyllingu sem lægi sunnan við Miðgarð að Gilósi, neðan húsa við neðan- og innanverða Grundargötu. Slíkur vegur á að taka við þungaumferð til og frá hafnarsvæði, sem lægi þá ekki lengur um austanverða/innanverða Grundargötu. Skoða verður legu og möguleika á slíkum vegi þegar farið verður í deiliskipulag suðurhluta hafnarsvæðis. Ljóst er að slíkur vegur myndi breyta enn frekar umferðarflæði á og um hafnarsvæðið, til viðbótar við þær breytingar sem eru að verða með nýrri götu á landfyllingu á hafnarsvæðinu.
Í deiliskipulagsvinnunni nú var ætlunin að taka enn betur á umferðarflæði og umferðaröryggi, ekki síst með tilliti til stóraukins fjölda ferðamanna sem fer um hafnarsvæðið og þörf fyrir rútur að og frá, og inná hafnarsvæðinu. Ljóst er að það markmið næst ekki að fullu með skipulaginu eins og vinnan hefur þróast. Taka verður suðurhlutann með í þá skipulagningu, einkum til að leysa framtíðarskipulag fyrir aðkomu og stæði fyrir rútur, og umferðarflæði til og frá þeim.
Varðandi einstök atriði í deiliskipulagstillögunni leggur hafnarstjórn eftirfarandi til:
Lóð 14, hafnarstjórn telur að mörk lóðar eigi að fylgja því sem verið hefur um lóðina.
Ekki tekin afstaða til skilmála fyrir lóð nr. 6 við Nesveg.
Skoðað verði nánar það fyrirkomulag sem virðist felast í tillögu um aðkomu að / inná lóð nr. 4 við Nesveg, frá götunni við Nesveg, þar sem bílastæði FISK er núna. Athuga einnig heiti/texta á svæðinu fyrir framan húsið.
Athuga þarf stærð og mörk lóða á Norðurgarði, hvort í tillögu felist breyting frá skráðum stærðum.
Lagfæra þarf merkingar/númerun á lóð 6B, bæði inná lóð 6 og inná lóð sem á að vera 6a.
Skilgreina þyrfti betur skilmála fyrir lóð 6a (sem er merkt 6B) og að not hennar verði skilgreind víðar en tillagan gerir nú.
Hafnarstjórn - 5Hafnarstjórn telur að hefja þurfi undirbúning að framtíðarfyrirkomulagi salernismála á hafnarsvæðinu. Í ár verða sett upp lausar gámaeiningar fyrir salerni, sem þjóna eiga gestum skemmtiferðaskipa sem koma í höfn, eins og hafnarstjórn hafði áður samþykkt og veitt hefur verið stöðuleyfi fyrir.
Hafnarstjóri leggur til að reist verði viðbygging við hafnarhúsið að Nesvegi 2, sem nýtast muni hafnarstarfsmönnum, fullnægja salernisþörf gesta skemmtiferðaskipa og nýtast leiðsögumönnum og skipuleggjendum, strax vorið 2024.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að hefja undirbúning til að leysa salernisþörf og aðstöðu á hafnarsvæði, að greina nánar þarfir fyrir stærð og gerð húss. Gerð verði gróf kostnaðargreining sem lögð verði fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir jafnframt tillögu hafnarstjóra, um að svæði hafnarinnar upp við Nesveg, verði nánar/betur afmarkað frá götunni, í framhaldi (suður af) skilti/akkeri ofan við hafnarvog, til samræmis við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.