Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra af umræðufundi sem Sorpurðun Vesturlands hf. hélt 7. febrúar 2023, með fulltrúum sveitarfélaga, um urðun dýrahræja. Rætt var um leiðir til að taka á móti dýrahræjum og koma þeim í brennslu, en ekki er lengur heimilt að urða dýrahræ.
Á fundinum var samþykkt að fela stjórn SSV að stofna starfshóp fulltrúa sveitarfélaganna á Vesturlandi, til að vinna sameiginlega að lausn á þessu viðfangsefni.
Á fundinum var samþykkt að fela stjórn SSV að stofna starfshóp fulltrúa sveitarfélaganna á Vesturlandi, til að vinna sameiginlega að lausn á þessu viðfangsefni.