Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2023.
Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 38,2% hærra í janúar 2023 en í janúar 2022. Ekki er marktækt að horfa eingöngu til janúar mánaðar, þar sem greiðslur vegna fyrra árs berast oft í janúar og þær geta verið mismunandi milli ára.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2023. Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 9,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Á landsvísu hefur útsvar hækkað um 14,9% á umræddu tímabili.
Íbúafjöldi í Grundarfirði er 879 íbúar í júní 2023, var 861 í janúar sl. og 849 í júní 2022.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2023.
Útsvarstekjur bæjarins í júní 2023 eru 18,4% lægri en þær voru í júní 2022.
Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-júní 2023 hækkað um 3,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Hækkun útsvars á landsvísu er 14,8% á sama tímabili.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2023.
Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar í janúar-september hækkað um 9,2% miðað við sama tímabil í fyrra.
Bæjarráð hefur áhyggjur af þróun útsvars og leggur til að útsvarstekjur og þróun þeirra verði sérstaklega tekin til skoðunar. Leitað verði til SSV um það, í byrjun næsta árs.
Fjöldi íbúa í byrjun október var 866, en var 867 í september.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2023.
Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar janúar-desember 2023 hækkað um 9,3% miðað við sama tímabil í fyrra. Landsmeðaltal greidds útsvar hefur á sama tímabili hækkað um 13,9%.