Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2023.Bæjarráð - 601Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 38,2% hærra í janúar 2023 en í janúar 2022. Ekki er marktækt að horfa eingöngu til janúar mánaðar, þar sem greiðslur vegna fyrra árs berast oft í janúar og þær geta verið mismunandi milli ára.
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um að afskrifaðar verði fyrndar kröfur vegna álagðra opinberra gjalda, að fjárhæð 2.844.045 kr., auk dráttarvaxta. Bæjarráð - 601Bæjarráð samþykkir beiðni Sýslumannsins og Vesturlandi um að afskrifaðar verði fyrndar kröfur, að fjárhæð 2.844.045 kr., auk dráttarvaxta.
Óli Þór Jónsson, hjá Eflu og Sigurbjartur Loftsson, hjá W7 slf., sátu fundinn undir þessum lið.
Lögð fram skýrsla Eflu með verðkönnunargögnum vegna gerðar borhola fyrir varmadælur við Sundlaug Grundarfjarðar. Bæjarráð - 601Óli Þór og Sigurbjartur kynntu verðkönnunargögnin.
Óla Þór og Sigurbjarti var þakkað fyrir kynninguna. Unnið verður áfram að framvindu málsins. Bókun fundarVísað er til liðar 7 á dagskrá þessa fundar.
Lagt fram erindi SnæHopp ehf. um leyfi til reksturs á stöðvarlausri deilileigu fyrir rafskútur í Grundarfirði. Bæjarráð - 601Bæjarráð tekur vel í erindið.
Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að taka fyrir erindið og leggja mat á það.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarAllir tóku til máls.
Lögð fram úttekt Óskar Sigurðardóttur um aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði. Bæjarráð - 601Í samstarfi við Sjálfsbjörgu, lét umhverfis- og skipulagssvið gera úttekt á aðgengi opinberra bygginga í Grundarfirði. Í skýrslunni koma fram tillögur að úrbótum sem hægt verður að nota til þess að sækja um framkvæmdastyrki, t.d. Römpum upp Ísland.
Bæjarráð vísar skýrslunni til frekari skoðunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og felur umhverfis- og skipulagssviði frekari framgang málsins.
Lögð fram til kynningar áramótakveðja frá Grundapol í Paimpol, Frakklandi, ásamt fréttum. Bæjarráð - 601Bæjarráð þakkar Grundpol fyrir góða kveðju og sendir bestu kveðjur til baka.