Starfandi hefur verið að undanförnu starfshópur um öldrunarþjónustu á Vesturlandi. Hópurinn kynnti tillögur sínar í skýrslu sem kom út á sl. ári.
Í lok síðasta árs var Guðjón Brjánsson ráðinn sem ráðgjafi til að vinna að frekari útfærslum á tillögum hópsins. Guðjón fundaði nýverið með verkefnisstjórn um endurskoðun á öldrunarþjónustu á landsvísu. Í kjölfar fundarins var ákveðið að þau Ólafur Þór Gunnarsson formaður hópsins og Berglind Magnúsdóttir verkefnisstjóri myndu funda með fulltrúum af Vesturlandi.
Bæjarstjóri mun sækja fundinn.