Lagt fram minnisblað um Safnaklasa Vesturlands, ásamt drögum að samþykktum klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi, drögum að rekstraráætlun og fleiri gögnum.
Gert er ráð fyrir að aðild að félaginu (klasanum) geti átt söfn, setur og sýningar á Vesturlandi og að árgjald verði 60.000 kr.
Gert er ráð fyrir starfsmanni í 25% starf fyrir klasann, sem fyrst um sinn verði fjármagnað sem áhersluverkefni gegnum sóknaráætlun Vesturlands. Markmiðum starfsins er lýst í framlögðum gögnum.
Bæjarstjóra er falið að afla upplýsinga um hvernig fjármögnun sé hugsuð þegar áhersluverkefni lýkur.
Einnig verði óskað upplýsinga um hvað átt sé við með því sem fram kemur í framlögðu skjali um hlutverk og verkaskiptingu, þar sem segir að vinna þurfi að sameiginlegu varðveislusetri á Vesturlandi.
Fyrirliggjandi gögn að öðru leyti samþykkt samhljóða og þátttaka af hálfu Grundarfjarðarbæjar í stofnun safnaklasa Vesturlands.
Gert er ráð fyrir að aðild að félaginu (klasanum) geti átt söfn, setur og sýningar á Vesturlandi og að árgjald verði 60.000 kr.
Gert er ráð fyrir starfsmanni í 25% starf fyrir klasann, sem fyrst um sinn verði fjármagnað sem áhersluverkefni gegnum sóknaráætlun Vesturlands. Markmiðum starfsins er lýst í framlögðum gögnum.
Bæjarstjóra er falið að afla upplýsinga um hvernig fjármögnun sé hugsuð þegar áhersluverkefni lýkur.
Einnig verði óskað upplýsinga um hvað átt sé við með því sem fram kemur í framlögðu skjali um hlutverk og verkaskiptingu, þar sem segir að vinna þurfi að sameiginlegu varðveislusetri á Vesturlandi.
Fyrirliggjandi gögn að öðru leyti samþykkt samhljóða og þátttaka af hálfu Grundarfjarðarbæjar í stofnun safnaklasa Vesturlands.