Fundargerðir og ástandsgreining sem unnin var á lóð skóla og íþróttahúss lögð fram til kynningar.
Skólastjóri sagði frá vinnu við rýni skólalóðar. Hópurinn lagði til að í sumar yrði gerður boltavöllur á skólalóð, með sérstöku yfirborðsefni/málningu.
Gestir
Halla Karen Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans
Til máls tóku JÓK og SGG.
Tillögur starfshópsins um að undirbúa kaup á yfirborðsefni á körfuboltavöll skólalóðar og kaup á plöntum samþykkt samhljóða.