Lagt fram erindi foreldraráðs Leikskólans Sólvalla í bréfi dags. 16. nóvember sl. varðandi starfsemi og aðstæður leikskólans.
Gestir
- Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, ráðgjafi hjá Ásgarði
- Ingibjörg E. Þórarinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
- Margrét Sif Sævarsdóttir, verðandi leikskólastjóri
- Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans, fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.
Framlagt bréf nýs foreldraráðs var yfirfarið og efni þess rætt.
Skólanefnd þakkar foreldraráði fyrir erindið og fyrir áhuga ráðsins á því að "starfa á faglegum nótum með það að markmiði að styðja vel við bakið á leikskólanum", eins og fram kemur í erindinu.
Bæjarstjóra var falið að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.