Lögð er fram umsókn frá eldhúsi leikskólans um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr fyrir utan leikskólann að Sólvöllum 1. Skúrinn verður notaður sem köld vörugeymsla fyrir matvæli. Sótt er um leyfi frá 1. október 2022 til 1. júní 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi fyrir kaldri geymslu til 1. júní 2023. Nefndin telur núverandi staðsetningu á skúr ekki vera heppilega með tilliti til aðkomu að leikskólanum og brunavarna og leggur til að fundin verði önnur framtíðarlausn á geymslumálum fyrir leikskólann. Áréttað er að um kalda geymslu er að ræða.