Lagt fram erindi frá Skíðadeild UMFG vegna mögulegrar uppbyggingar á þjónustuhúsi sem nýst geti skíðasvæðinu og tjaldsvæðinu.
Forsaga:
Árið 2020 markaði bæjarstjórn fjármuni í deiliskipulagsvinnu fyrir útivistarsvæði ofan byggðar, þ.e. skíðasvæði undir Eldhömrum (ÍÞ-3), Frístundahúsabyggð (F-2) ásamt vegi sem liggja eigi frá Grundargötu austan við hestahúsahverfi (ÍÞ-1) og tengir svæðin saman.
Vegna heimsfaraldurs og fleira varð ekki úr þeirri vinnu.
Á 596. fundi sínum þann 9. nóvember sl. tók bæjarráð fyrir erindi Skíðadeildar UMFG, sem hér er einnig framlagt, og samþykkti að bjóða fulltrúum Skíðadeildarinnar til fundar um málið með skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa.