Lagt fram til kynningar bréf Ólafs Tryggvasonar, dags. 9. september sl., varðandi reiðveg hestamanna að Kirkjufellsfossi og öryggi hesta og knapa sem um hann fara.
Forseti vísar einnig til upplýsinga bæjarstjóra um aðgerðir til að bæta öryggi á reiðvegi. Búið er að afmá eða ganga þannig frá útafkeyrsluleiðum við áningarstaðinn við Kirkjufell, að ekki verður lengur hægt að leggja bílum á víð og dreif meðfram þjóðveginum. Einnig er uppsetning öryggisskilta á reiðveginn í undirbúningi.
Forseti vísar einnig til upplýsinga bæjarstjóra um aðgerðir til að bæta öryggi á reiðvegi. Búið er að afmá eða ganga þannig frá útafkeyrsluleiðum við áningarstaðinn við Kirkjufell, að ekki verður lengur hægt að leggja bílum á víð og dreif meðfram þjóðveginum. Einnig er uppsetning öryggisskilta á reiðveginn í undirbúningi.
Allir tóku máls.