Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytis dags. 7. okt. sl., þar sem ráðuneytið kynnir í samráðsgátt mál nr. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir (greinargerð). Óskað er eftir umsögnum og er frestur til 21. október nk.
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður starfshóps um þjóðgarða og önnur friðlýst svæði - stöðu og áskoranir, á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, ásamt niðurstöðum könnunar Maskínu frá sl. sumri varðandi málefnið. Skýrslan var kynnt 8. nóvember sl.