Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um aukinn opnunartíma sundlaugar í samræmi við viðveru starfsmanns íþróttahúss. Jafnframt að bætt verði við opnunartíma á sunnudögum. Fyrir fundinum lágu gögn um áætlaðan heildarlaunakostnað við mögulega sunnudagsopnun í október-desember 2022 og fyrir vetrarmánuði 2023 auk rekstraryfirlits íþróttahúss og sundlaugar jan.-ágúst 2022.
Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma sundlaugar þegar starfmaður er til staðar í húsinu, en leggur ekki til sunnudagsopnun að sinni.
Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma sundlaugar þegar starfmaður er til staðar í húsinu, en leggur ekki til sunnudagsopnun að sinni.
Samþykkt samhljóða.