Lögð fram gjaldskrá fyrir námur Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var af bæjarstjórn 11. maí sl. Fyrir liggur tillaga um minniháttar breytingar með vísun í nýtingaráætlun fyrir námur í Hrafnsá o.fl.
Til máls tóku JÓK og BÁ.
Lagt til að tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir námur Grundarfjarðarbæjar verði samþykkt.
Lögð fram til kynningar drög byggingarfulltrúa að gjaldskrá vegna efnistöku úr námum Grundarfjarðarbæjar.
Farið yfir fyrri bókanir og stefnumörkun bæjarstjórnar um efnistöku í námum bæjarins og drögin.
Til frekari afgreiðslu síðar.