Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.
Ólafur fór yfir helstu viðfangsefni á verksviði íþrótta- og tómstundafulltrúa, en stofnað var til þessarar nýju stöðu í ágúst 2021 og tók Ólafur til starfa í nóvember sl. Starfið er enn í mótun og verður það áfram, a.m.k. næsta árið.
Ólafur sagði að mestur tími hafi farið í að læra á sundlaugina og allt sem henni fylgir, kynnast fólki og mynda tengsl við bæjarbúa, skóla og félagasamtök. Starfsmannamál hafa verið tímafrek eins og víða um landið og hefur mikill tími farið í að leita eftir starfsfólki og manna störf til að geta haldið úti þjónustu. Á næstunni verður ný íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins kölluð saman til fyrsta fundar. Ennfremur verður leitað eftir fulltrúum í ungmenna- og öldungaráð á næstunni.
Viðhald og framkvæmdir: Ólafur sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í sundlaug og íþróttahúsi. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar í baðklefum og á aðstöðu þar, á lögnum og í lagnakjallara, afgreiðslan var tekin í gegn að hluta og þarf að ljúka því verki í haust/vetur. Í stúku íþróttahúss voru útveggir málaðir, geymslur endurskipulagðar o.fl. Gengið hefur verið í að laga atriði sem gerðar voru athugasemdir við í úttekt eldvarnaeftirlits.
Frumhönnun anddyris íþróttahúss: Snemma í vor fór fram vinna með arkitekt að því að frumhanna nýtt anddyri við íþróttahúsið. Byggingarfulltrúi heldur utan um þá vinnu f.h. bæjarins, en íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur að því verkefni. Fram fór gróf þarfagreining og hafa hugmyndir verið í mótun. Þörf er á að auka rými fyrir gesti hússins, bæta starfsmanna- og vaktaðstöðu, salernismál o.fl. Tengja þarf vinnuna við ýmsa aðra þætti, s.s. fyrirhuguð orkuskipti fyrir íþróttahús/sundlaug/grunnskóla, hugmyndir um endurgerð gufubaðsaðstöðu, þarfir tjaldsvæðis o.fl.
Tómstundastarf: Undir íþrótta- og tómstundafulltrúa heyra tómstundir barna og ungmenna, og eldri íbúa að hluta, og sagði Ólafur frá því helsta.
Hann sagði frá starfi í félagsmiðstöð unglinga sl. vetur, frá starfsmannamálum, ferðalögum og fræðslu. Félagsmiðstöðin hefur haft aðstöðu í miðrými grunnskólans og til boða hefur verið að nýta annað húsnæði eftir þörfum og óskum, s.s. íþróttahús, rými í tónlistarskóla, heimilisfræðistofu, Sögumiðstöð, samkomuhús o.fl.
Ólafur og Björg sögðu frá því að Grundarfjarðarbær hafi á dögunum fengið 2 milljónir króna í styrk frá Barnamenningarsjóði til listastarfs með börnum í sumar og haust.
Sumarnámskeið barna stóðu í þrjár vikur í júní og síðari hlutinn verður í ágúst, í eina og hálfa viku. Þau eru fyrir börn fædd 2010-2016. Eglé Sipaviciute er umsjónarmaður námskeiðsins og þemað í ár er listsköpun og leikir. Yfir 20 börn tóku þátt í júníhutanum. Í ágúst eiga Eldhamra-börnin kost á að taka þátt í námskeiðinu og þá munum við þurfa fleiri aðstoðarmenn.
Kofasmiðja, smíðanámskeið fyrir börn, var haldið í tvær vikur í júní, undir stjórn Togga, Thors Kolbeinssonar. Um 13 krakkar úr 4.-6. bekk sóttu námskeiðið, sem haldið var á svæðinu innan girðingar gömlu spennistöðvarinnar efst við Borgarbraut.
Í ágústmánuði verður „vegglistanámskeið“, þar sem Dagný Rut Kjartansdóttir mun leiða börn og ungmenni í myndlistartengdri dagskrá. Dagný er nýútskrifuð sem myndlistarkennari og tekur til starfa í grunnskólanum í ágúst nk. Ætlunin er að fara í skapandi vinnu við að gera vegglistaverk víða í bænum og verður þetta kynnt á allra næstu dögum.
Valdís Ásgeirsdóttir er umsjónarmaður vinnuskóla bæjarins og lýkur vinnunni á morgun, eftir fimm vikna törn. Alls hafa um 14 krakkar úr 7. til 10. bekk verið í vinnuskólanum og hefur gengið mjög vel. Krakkarnir hafa unnið vel í að þrífa og gróðurhreinsa opin svæði í bænum ásamt því að fá ýmsa fræðslu. Þau hafa sótt námskeið í vinnuvernd en forvarnafulltrúi VÍS kom með góðan fræðslufund fyrir þau og sláttugengið, eldri unglingana í sumarstörfum hjá bænum. Krakkarnir fengu fræðslu um brunavarnir hjá slökkviliðsstjóra, um umhverfismál í víðu samhengi frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, þau fóru í vinnuheimsókn á golfvöllinn og „vinnustaðaheimsókn“ á höfnina og fylgdust þar með löndun úr Hring SH og hafnarstjóri sagði frá ferli fisksins úr hafi og á markaði.
Ólafur kemur ennfremur að tómstundastarfi eldri borgara, en mikill og vaxandi kraftur er í starfinu. Bærinn hefur aðkomu að heilsueflingu 60 ára og eldri og hefur Ólafur verið í samskiptum við Ágústu og Rut þjálfara, sem og fulltrúa Félags eldri borgara vegna starfsins. Félagsstarf með eldri íbúum, Rauða kross deildinni og fleirum hefur tengingu við bæinn. Olga Aðalsteins hefur haldið utan um starf í Sögumiðstöðinni og undirbúið „miðvikudags-hittinga“ í Sögumiðstöðinni og verið tengiliður við félögin um starfið.
Félög og samtök: Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur einnig átt fund með flestum íþróttafélögum í bænum. Hann telur mikilvægt að fara í vinnu við að gera samning við helstu félögin í bænum og að beiðni bæjarstjórnar sl. vetur vann hann að undirbúningi samnings við UMFG með formanni/stjórn félagsins. Bæjarráð ræddi um að gott væri að ljúka þeirri samningsgerð samhliða fjárhagsáætlunarvinnu í haust og aðra samninga í framhaldi af því.
Barnvænt sveitarfélag Íþrótta- og tómstundafulltrúi er umsjónaraðili og tengiliður vegna fyrirhugaðrar vinnu bæjarins við að gerast barnvænt sveitarfélag, en skrifað var undir samning um það í mars sl. Ólafur hefur sótt fræðslu og undirbúningsfundi. Ljúka þarf sem fyrst við að skipa ungmennaráð bæjarins, en úr því koma fulltrúar barna og ungmenna inn í stýrihóp verkefnis um barnvænt sveitarfélag. Fara þarf á fullt í verkefninu í haust og verður fyrsta viðfangsefnið fræðsla um réttindi barna sem allir starfsmenn sveitarfélagsins þurfa að fá.
Ólafi var að lokum þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar, og vék hann hér af fundi.
Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram yfirlit yfir olíukostnað sundlaugar og íþróttahúss 2016-2021. Rætt um stöðu íþróttamannvirkja og rýnt í tölur sem sýna aukinn kostnað vegna hækkana á olíuverði að undanförnu.
Ólafur sagði að mestur tími hafi farið í að læra á sundlaugina og allt sem henni fylgir, kynnast fólki og mynda tengsl við bæjarbúa, skóla og félagasamtök. Starfsmannamál hafa verið tímafrek eins og víða um landið og hefur mikill tími farið í að leita eftir starfsfólki og manna störf til að geta haldið úti þjónustu. Á næstunni verður ný íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins kölluð saman til fyrsta fundar. Ennfremur verður leitað eftir fulltrúum í ungmenna- og öldungaráð á næstunni.
Viðhald og framkvæmdir:
Ólafur sagði frá helstu framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í sundlaug og íþróttahúsi. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar í baðklefum og á aðstöðu þar, á lögnum og í lagnakjallara, afgreiðslan var tekin í gegn að hluta og þarf að ljúka því verki í haust/vetur. Í stúku íþróttahúss voru útveggir málaðir, geymslur endurskipulagðar o.fl. Gengið hefur verið í að laga atriði sem gerðar voru athugasemdir við í úttekt eldvarnaeftirlits.
Frumhönnun anddyris íþróttahúss:
Snemma í vor fór fram vinna með arkitekt að því að frumhanna nýtt anddyri við íþróttahúsið. Byggingarfulltrúi heldur utan um þá vinnu f.h. bæjarins, en íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur að því verkefni. Fram fór gróf þarfagreining og hafa hugmyndir verið í mótun. Þörf er á að auka rými fyrir gesti hússins, bæta starfsmanna- og vaktaðstöðu, salernismál o.fl. Tengja þarf vinnuna við ýmsa aðra þætti, s.s. fyrirhuguð orkuskipti fyrir íþróttahús/sundlaug/grunnskóla, hugmyndir um endurgerð gufubaðsaðstöðu, þarfir tjaldsvæðis o.fl.
Tómstundastarf:
Undir íþrótta- og tómstundafulltrúa heyra tómstundir barna og ungmenna, og eldri íbúa að hluta, og sagði Ólafur frá því helsta.
Hann sagði frá starfi í félagsmiðstöð unglinga sl. vetur, frá starfsmannamálum, ferðalögum og fræðslu. Félagsmiðstöðin hefur haft aðstöðu í miðrými grunnskólans og til boða hefur verið að nýta annað húsnæði eftir þörfum og óskum, s.s. íþróttahús, rými í tónlistarskóla, heimilisfræðistofu, Sögumiðstöð, samkomuhús o.fl.
Ólafur og Björg sögðu frá því að Grundarfjarðarbær hafi á dögunum fengið 2 milljónir króna í styrk frá Barnamenningarsjóði til listastarfs með börnum í sumar og haust.
Sumarnámskeið barna stóðu í þrjár vikur í júní og síðari hlutinn verður í ágúst, í eina og hálfa viku. Þau eru fyrir börn fædd 2010-2016. Eglé Sipaviciute er umsjónarmaður námskeiðsins og þemað í ár er listsköpun og leikir. Yfir 20 börn tóku þátt í júníhutanum. Í ágúst eiga Eldhamra-börnin kost á að taka þátt í námskeiðinu og þá munum við þurfa fleiri aðstoðarmenn.
Kofasmiðja, smíðanámskeið fyrir börn, var haldið í tvær vikur í júní, undir stjórn Togga, Thors Kolbeinssonar. Um 13 krakkar úr 4.-6. bekk sóttu námskeiðið, sem haldið var á svæðinu innan girðingar gömlu spennistöðvarinnar efst við Borgarbraut.
Í ágústmánuði verður „vegglistanámskeið“, þar sem Dagný Rut Kjartansdóttir mun leiða börn og ungmenni í myndlistartengdri dagskrá. Dagný er nýútskrifuð sem myndlistarkennari og tekur til starfa í grunnskólanum í ágúst nk. Ætlunin er að fara í skapandi vinnu við að gera vegglistaverk víða í bænum og verður þetta kynnt á allra næstu dögum.
Valdís Ásgeirsdóttir er umsjónarmaður vinnuskóla bæjarins og lýkur vinnunni á morgun, eftir fimm vikna törn. Alls hafa um 14 krakkar úr 7. til 10. bekk verið í vinnuskólanum og hefur gengið mjög vel. Krakkarnir hafa unnið vel í að þrífa og gróðurhreinsa opin svæði í bænum ásamt því að fá ýmsa fræðslu. Þau hafa sótt námskeið í vinnuvernd en forvarnafulltrúi VÍS kom með góðan fræðslufund fyrir þau og sláttugengið, eldri unglingana í sumarstörfum hjá bænum. Krakkarnir fengu fræðslu um brunavarnir hjá slökkviliðsstjóra, um umhverfismál í víðu samhengi frá verkefnisstjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, þau fóru í vinnuheimsókn á golfvöllinn og „vinnustaðaheimsókn“ á höfnina og fylgdust þar með löndun úr Hring SH og hafnarstjóri sagði frá ferli fisksins úr hafi og á markaði.
Ólafur kemur ennfremur að tómstundastarfi eldri borgara, en mikill og vaxandi kraftur er í starfinu. Bærinn hefur aðkomu að heilsueflingu 60 ára og eldri og hefur Ólafur verið í samskiptum við Ágústu og Rut þjálfara, sem og fulltrúa Félags eldri borgara vegna starfsins. Félagsstarf með eldri íbúum, Rauða kross deildinni og fleirum hefur tengingu við bæinn. Olga Aðalsteins hefur haldið utan um starf í Sögumiðstöðinni og undirbúið „miðvikudags-hittinga“ í Sögumiðstöðinni og verið tengiliður við félögin um starfið.
Félög og samtök:
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur einnig átt fund með flestum íþróttafélögum í bænum. Hann telur mikilvægt að fara í vinnu við að gera samning við helstu félögin í bænum og að beiðni bæjarstjórnar sl. vetur vann hann að undirbúningi samnings við UMFG með formanni/stjórn félagsins. Bæjarráð ræddi um að gott væri að ljúka þeirri samningsgerð samhliða fjárhagsáætlunarvinnu í haust og aðra samninga í framhaldi af því.
Barnvænt sveitarfélag
Íþrótta- og tómstundafulltrúi er umsjónaraðili og tengiliður vegna fyrirhugaðrar vinnu bæjarins við að gerast barnvænt sveitarfélag, en skrifað var undir samning um það í mars sl. Ólafur hefur sótt fræðslu og undirbúningsfundi. Ljúka þarf sem fyrst við að skipa ungmennaráð bæjarins, en úr því koma fulltrúar barna og ungmenna inn í stýrihóp verkefnis um barnvænt sveitarfélag. Fara þarf á fullt í verkefninu í haust og verður fyrsta viðfangsefnið fræðsla um réttindi barna sem allir starfsmenn sveitarfélagsins þurfa að fá.
Ólafi var að lokum þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar, og vék hann hér af fundi.