Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
-
Bæjarráð - 591
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið.
Fundurinn hófst með því að skoðaðar voru framkvæmdir sem farið hafa fram við húsnæði grunnskóla og íþróttahúss.
Búið er að breyta neðra anddyri grunnskóla, gera það bjartara og rúmbetra, og setja sjálfvirka rennihurð í stað tveggja þungra, eldri hurða. Verið er að gera við þak á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla, en eitt tilboð barst í það verk. Skoðað var ástand á útveggjum íþróttahúss, hliðinni sem snýr út í sundlaugargarð.
Fundarfólk fór síðan aftur yfir í Ráðhús Grundarfjarðar. Eftirfarandi var rætt:
Ekkert tilboð barst í opnu útboði á utanhússviðgerð á íþróttahúsi. Fyrirséð er því að ekki verður farið í þá framkvæmd á árinu. Lagt til að verkið verði boðið út að nýju síðar í haust eða vetur, verktími verður þá á næsta ári og að verklok verði 31. ágúst 2023.
Umræður um aðrar viðgerðir. Í samræmi við umræður á fundinum er byggingarfulltrúa falið að gera tillögu til bæjarráðs um kostnað við nauðsynlegar viðgerðir á húsnæði íþróttahúss og grunnskóla, sem svigrúm skapast til að fara í.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt rætt um orkuskipti vegna sundlaugar og húsnæðis grunnskóla og íþróttahúss, sem eru í undirbúningi en bærinn hefur fengið styrki úr Orkusjóði til verksins. Hönnunarvinna er í gangi vegna nýs anddyris við íþróttahúsið, en hún mun einnig taka mið af því að orkuskipti eru framundan.
Aðrar framkvæmdir í gangi eru þakskipti á eldri hluta Samkomuhúss, búið er að mynda fráveitulagnir í stórum hluta bæjarins og unnið er að frágangi brunna/fráveitu við nýbyggingu á Grundargötu 12-14. Endurnýjaður var hluti girðingar við leikskóla, nýr háfur settur upp í eldhús leikskólans og ýmsar endurbætur gerðar á húsnæði skólans.
Að Grundargötu 30 er viðgerð lokið á skrifstofu og unnin voru frumdrög að skrifstofurými/samvinnurými sem bæjarstjórn tók afstöðu til sl. vor. Einnig voru keypt skrifborð og skilrúm til að geta boðið uppá betri aðstöðu í rýminu.
Í Sögumiðstöð vinnur byggingarfulltrúi að grófri kostnaðaráætlun fyrir þau verkefni sem eftir eru.
Í ár er skipt um led-perur í hluta af ljósastaurum í þéttbýli.
-
Bæjarráð - 591
Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram til kynningar drög byggingarfulltrúa að gjaldskrá vegna efnistöku úr námum Grundarfjarðarbæjar.
Farið yfir fyrri bókanir og stefnumörkun bæjarstjórnar um efnistöku í námum bæjarins og drögin.
Til frekari afgreiðslu síðar.
Bókun fundar
Tók máls tóku JÓK, LÁB og SGG.
-
Bæjarráð - 591
Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi, og Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss (gegnum síma), sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram yfirlit yfir kostnað við snjómokstur síðustu ár, auk kostnaðar við snjómokstur á fyrri hluta árs 2022.
Farið yfir reynslu og framkvæmd á fyrirkomulagi snjómoksturs síðasta vetrar, en bæjarstjórn ákvað í september 2021 að fela bæjarstjóra og verkstjóra áhaldahúss að kanna með að semja beint við verktaka og að þeir ynnu saman að mokstri. Samið var við tvo verktaka sem unnu saman að snjómokstri í bænum, að undanskildu hafnarsvæði, sem Grundarfjarðarhöfn sér um.
Fram kom að reynslan var góð af fyrirkomulagi síðasta vetrar. Byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að leita eftir samningsgerð við verktaka í bænum með svipað fyrirkomulag í huga varðandi snjómokstur næsta vetrar.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 591
Í framhaldi af bókun bæjarstjórnar í janúar 2022, er hér formlega bókuð afgreiðsla:
Lagt til að sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 verði samþykkt af hálfu Grundarfjarðarbæjar.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 591
Lögð fram tillaga Hafsteins Garðarssonar um kolefnisjöfnun Grundarfjarðar með gróðursetningu trjáa ofan byggðar.
Bæjarráð þakkar Hafsteini fyrir gott erindi.
Í aðalskipulagi 2019-2039 er gert ráð fyrir útivistarkraga ofan þéttbýlis. Þar segir m.a. eftirfarandi í skilmálum fyrir reitinn:
"Unnið verði heildarskipulag fyrir útivistarkragann sem miðar að því að skapa skjól með trjárækt og öðrum gróðri og bæta útivistaraðstöðu með stígum, bekkjum og annarri aðstöðu sem hæfa þykir.
Haldið verði áfram með frekari skógrækt ofan byggðarinnar suður og austur af núverandi skógræktarsvæði, þ.e. Hjaltalínsholti, Hellnafellum og Ölkeldudal."
Þar segir einnig:
"Markmiðið ræktunar er að auka skjól fyrir byggðina og gera aðlaðandi útivistarsvæði sem verði opið fyrir íbúa og gesti. Ræktun skal haga þannig að svæðið nýtist almenningi til útivistar. Plöntuval taki mið af náttúru svæðisins og ræktun falli vel að landslagi og umhverfi. Svæðið sé í góðu samhengi við núverandi skógræktarsvæði og við skíðasvæði, bæði núverandi og fyrirhugað svæði ofar í hlíðunum. Á Grafarlandi verði áfram hefðbundin landbúnaðarnot eins og verið hafa af hálfu eigenda/ábúenda Grafarbæja, en við mótun heildarskipulags fyrir útivistarkragann verði kannað verði hvort og
hvernig megi opna svæðið að hluta fyrir almenna útivist."
Sjá nánar skilmála fyrir OP-5, bls. 67 í greinargerð:
https://www.grundarfjordur.is/static/files/Byggingarfulltrui/Ask_2019_2039/ask-grundarfj-greinargerd-vefutg.pdf
Lagt til að tillögu verði vísað til umræðu/umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Skoðað verði með áfangaskiptingu, sem geri kleift að hefjast handa sem fyrst.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 591
Lagður fram tölvupóstur frá Halli Pálssyni að Naustum með beiðni um yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna óskar hans um að kaupa land jarðarinnar Naustar, 351 Grundarfirði.
Í bæjarráði og bæjarstjórn árið 2015 var tekið fyrir sambærilegt erindi og send umsögn.
Eftirfarandi umsögn bæjarráðs er í samræmi við fyrri afgreiðslu:
Hallur Pálsson hefur fasta búsetu og lögheimili að Naustum og hefur haft í allmörg ár. Þar hefur hann verið með búskap. Búskapurinn hefur verið hefur athugasemdalaus, svo vitað sé.
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að Hallur Pálsson kaupi jörðina og húsakost með.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 591
Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram yfirlit yfir olíukostnað sundlaugar og íþróttahúss 2016-2021. Rætt um stöðu íþróttamannvirkja og rýnt í tölur sem sýna aukinn kostnað vegna hækkana á olíuverði að undanförnu.
-
Bæjarráð - 591
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 591
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júlí 2022. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 10,4% miðað við sama tímabil í fyrra.
-
Bæjarráð - 591
Lagt fram og farið yfir sex mánaða rekstraryfirlit janúar-júní 2022.
-
Bæjarráð - 591
Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 34. fundar menningarnefndar.
-
Bæjarráð - 591
Bæjarráð samþykkir samhljóða fundargerð 238. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Bæjarráð - 591
Lögð fram til kynningar skýrsla Þjóðskrár Íslands með lykiltölum fyrir Grundarfjarðarbæ.
-
Bæjarráð - 591
Lagt fram til kynningar ráðningarbréf við Deloitte vegna persónuverndarfulltrúa 2022.
-
Bæjarráð - 591
Lögð fram til kynningar skýrsla Motus um innheimtuárangur.
-
Bæjarráð - 591
Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi almannavarnarnefndar Vesturlands sem haldinn var 1. júlí sl.
-
Bæjarráð - 591
Lögð fram til kynningar eyðublöð og leiðbeiningar Barna- og fjölskyldustofu um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
-
Bæjarráð - 591
Lagður fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.
-
Bæjarráð - 591
Lögð fram til kynningar frá SSV bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja um heilsugæslu.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 591
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
-
Bæjarráð - 591
Lagður fram til kynningar leigusamningur við Gallerí Grúsk um afnot af Sögumiðstöð sumarið 2022.
-
Bæjarráð - 591
Lagt fram til kynningar bréf innviðaráðuneytisins um viðauka reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna breytingar á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015. Kveðið er á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.