Erindisbréf mennningarnefndar var lagt fram.Menningarnefnd - 34Menningarnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði Marta Magnúsdóttir og að varaformaður nefndarinnar verði Rakel Birgisdóttir. Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Þurí, starfsmaður menningarnefndar, nema annað verði ákveðið.
Lagðar fram til kynningar við upphaf nefndarstarfs Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ.
Menningarnefnd - 34BÁ fór lauslega yfir samþykktir Grundarfjarðarbæjar og önnur gögn sem nefndin byggir starf sitt á. Ennfremur fór hún yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa. Hún sagði frá því að bæjarstjórn hafi samþykkt að halda sameiginlegan kynningar- og fræðslufund fyrir nefndarfólk og verður hann líklega haldinn um mánaðamótin ágúst-september nk.
Ákvörðun um reglulegan fundartíma eða heppilega fundardaga nefndarinnar.Menningarnefnd - 34Nefndin mun að jafnaði funda á 6-8 vikna fresti. Nefndin telur ekki þörf á að ákveða fastan fundartíma, heldur mun hún koma sér saman um fundartíma hverju sinni.
Fundir verða að jafnaði haldnir í Ráðhúsi Grundarfjarðar kl. 16:30.
Lagt fram til skoðunar yfirlit yfir félags- og menningarstarf í bænum til að vinna með. Í því er einnig að finna yfirlit yfir hátíðir og viðburði á vegum bæjarins og annarra aðila.
Menningarnefnd - 34Farið yfir helstu verkefni, samstarfsaðila og viðburði sem fara fram í Grundarfirði.
Farið yfir hlutverk og verkefni nefndarinnar og hennar starfssvið.Menningarnefnd - 34Hlutverk menningarnefndar er tiltekið í erindisbréfi hennar. Rætt var mikilvægi þess að grasrótin blómstri, í menningum og listum. Nauðsynlegt er því að í gangi sé virkt samtal milli nefndar og listafólks og þeirra fjölmörgu sem standa fyrir menningu í bænum og að góð hvatning og hvati sé til menningarstarfs. Mikilvægt er að nefndarmenn hafi frumkvæði og séu virkir í þátttöku og hugmyndavinnu, til þess að viðhalda sem áhrifaríkustu starfi í þágu menningar í bænum. Mikilvægt er einnig að nýta vel húsnæði og aðstöðu sem til staðar er í bænum, fyrir listir og menningu.
Hér vék Björg af fundi.
Rætt um verkefni sem menningarnefnd er með í vinnslu núna.
Þar á meðal má nefna árlega ljósmyndasamkeppni, en þema keppninnar í ár er "Lægðin". Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2021 til 18. nóvember 2022. Skilafrestur mynda er til miðnættis föstudag 18. nóvember.
Einnig eru framundan Rökkurdagar, menningarhátíð, sem haldin er vikuna 9. - 16. október nk.
Framundan eru einnig styrkumsóknir og farið var yfir það út á hvaða verkefni hægt er að sækja um styrk.