Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) dags. 22. júní 2022 vegna ársreiknings 2021. Bréfið er staðlað bréf sem sent var til 43 sveitarfélaga vegna fjárhagslegra viðmiða.
Jafnframt lögð fram samantekt frá Deloitte, endurskoðendum bæjarins, sem sýnir stöðu fjárhagslegra viðmiða bæjarins.
Samkvæmt samantektinni uppfyllir Grundarfjarðarbær öll viðmið fyrir samstæðu A- og B-hluta og flest viðmið vegna A-hluta.
Frávik vegna A-hlutans eru þrjú: - A-hlutinn er undir viðmiðum hvað varðar framlegð sem hlutfall af tekjum, sem var 9,61% árið 2021 en ætti ekki að vera undir 10%. - Samanlögð rekstrarniðurstaða A-hluta á síðustu þremur árum ætti að vera yfir núllinu, en er neikvæð um rúmar 5,6 millj. kr. - Veltufé frá rekstri sem hlutfall á móti afborgunum lána og skuldbindinga A-hluta ætti að vera 1, en er 0,6.
Ofangreint verður haft til hliðsjónar í vinnu við fjárhagsáætlun á komandi hausti.
Frávik vegna A-hlutans eru þrjú:
- A-hlutinn er undir viðmiðum hvað varðar framlegð sem hlutfall af tekjum, sem var 9,61% árið 2021 en ætti ekki að vera undir 10%.
- Samanlögð rekstrarniðurstaða A-hluta á síðustu þremur árum ætti að vera yfir núllinu, en er neikvæð um rúmar 5,6 millj. kr.
- Veltufé frá rekstri sem hlutfall á móti afborgunum lána og skuldbindinga A-hluta ætti að vera 1, en er 0,6.
Ofangreint verður haft til hliðsjónar í vinnu við fjárhagsáætlun á komandi hausti.