Míla óskar eftir að staðsetja farsímabúnað á þaki grunnskólans, til þess að bæta farsímasamband í Grundarfirði. Samhliða þeirri uppsetningu er gert ráð fyrir uppsetningu á 5G búnaði og þar með uppfærslu á 4G stöð sem staðsett er á símstöð.
Byggingarfulltrúi óskaði eftir því að Míla myndi gera grein fyrir hollustuháttum og hugsanlegum áhrifum sem slíkir sendar/bylgjur geta haft á fólk og umhverfið. Gögn frá Mílu um það fylgja með málinu.
Samkvæmt mælingum og gögnum Geislavarna ríkisins, sem Míla lagði fram, sýna þær gildi langt undir viðmiðunarmörkum. Almennt sé hægt að segja að þeir sem nota farsíma fái mun hærri geislun frá sínum eigin farsíma en frá farsímasendum, segir í gögnum Mílu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með vísan í framlögð gögn, að veita Mílu leyfi til að koma fyrir 5G sendi á þaki grunnskólans. Samþykkt með fjórum atkvæðum, ÁEK situr hjá.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með vísan í framlögð gögn, að veita Mílu leyfi til að koma fyrir 5G sendi á þaki grunnskólans. Samþykkt með fjórum atkvæðum, ÁEK situr hjá.