Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Varaforseti bar fram þá tillögu að Sigurður Gísli Guðjónsson verði formaður bæjarráðs.
Samþykkt með fjórum atkvæðum (ÁE, BS, DM og MM), þrír sátu hjá (GS, SG og LÁB).
LÁB kom þeirri skoðun sinni á framfæri að hann teldi ekki siðferðilega rétt að stjórnandi stofnunar hjá Grundarfjarðarbæ sé jafnframt formaður bæjarráðs eða forseti bæjarstjórnar.
BÁ vísaði í ákvæði sveitarstjórnarlaga um kjörgengi íbúa til sveitarstjórna og að starfsfólk sveitarfélaga hefði ekki lakari rétt en aðrir til að taka sæti í sveitarstjórnum, nefndum og ráðum. Einnig væri það skylda hvers sveitarstjórnarmanns skv. lögunum að inna af hendi þau störf sem sveitarstjórn felur honum. Hins vegar gildi skýr ákvæði sveitarstjórnarlaga o.fl. laga um hæfi sveitarstjórnarmanna til að taka þátt í afgreiðslu mála, t.d. þegar mál varða þá stofnun sem þeir stýra.
Varaforseti bar fram þá tillögu að Ágústa Einarsdóttir verði varaformaður bæjarráðs.
Samþykkt með fjórum atkvæðum (ÁE, BS, DM og MM), þrír sátu hjá (GS, SG og LÁB).
Fram fór kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs:
Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Ágústa Einarsdóttir.
Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Sigurður Gísli Guðjónsson.
Formaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum, Sigurður Gísli Guðjónsson.
Varaformaður bæjarráðs var kosinn samhljóða með sjö atkvæðum Jósef Ó. Kjartansson.