Málsnúmer 2204018

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 18. fundur - 28.04.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu til hafnarstjóra íslenskra hafna, frá 12. apríl sl.

Fram kemur að utanríkisráðuneytið vinni nú að innleiðingu á þvingunarráðstöfunum vegna rússneskt skráðra skipa, þannig að skipin megi ekki koma til hafna á Íslandi.
Umræddar þvingunarráðstafanir hafa þegar verið birtar í eftirfarandi Evrópugerðum:
Sjá grein 4ha hér: http://data.europa.eu/eli/dec/2022/578/oj
Sjá grein 3ea hér: http://data.europa.eu/eli/reg/2022/576/oj

Ennfremur segir að frekari upplýsingar komi þegar ferlið verður lengra komið og gerðirnar komnar í birtingu hér á landi.