Jónas Gestur Jónasson lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið.
Þeir kynntu ársreikning Grundarfjarðarbæjar 2021, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum og ýmsum kennitölum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2021.
Auk þess kynnti Jónas Gestur samantekt sem hann gerði að beiðni bæjarstjóra um áhrif verðbólgu, sem nú er í sögulegum hæðum, 7,2% í dag, og hver áhrifin gætu orðið á skuldir og rekstur Grundarfjarðarbæjar.
Allir tóku til máls.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 1.316 millj. kr., en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir 1.245 millj. kr. Rekstrartekjur vegna A-hluta námu 1.097 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1.057 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 29,5 millj. kr., en rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 38,7 millj. kr. Fjárhagsáætlun samstæðu með viðauka gerði ráð fyrir 14,0 millj. kr. jákvæðri niðurstöðu. Rekstrarafkoma ársins er því 15,5 millj. kr. betri en endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir.
Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins námu 1.884 millj. kr., en námu 1.883 millj. kr. árið 2020. Skuldaviðmið er 111,66% en var 119,37% árið 2020.
Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 963,9 millj. kr. í árslok 2021 og eiginfjárhlutfall var 32,24% en var 33,48% árið áður.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 180,8 millj. kr. og handbært fé í árslok 103,6 millj. kr., en var 135,3 millj. kr. árið áður.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.