Erindi frá Snæfelli, smábátafélagi, þar sem óskað er eftir því að komið verði fyrir vatnsslöngum á flotbryggjur við syðri höfnina í Grundarfirði fyrir komandi sumar, að lágmarki tvær slöngur á hvora flotbryggju.
Hafnarstjórn hefur óskað upplýsinga og álits hafnarstjóra um aðstöðu og þörf, sbr. framlagt erindi.
Hafnarstjóri telur ekki þörf á að vatnsslöngur verði settar á flotbryggjur. Á sumrin er nægur fjöldi af slöngum víðsvegar á bryggjum, þar af eru yfirleitt 4 slöngur tiltækar á Miðgarði þar sem smábátar landa. Aðgengi við vatnsslöngur við krana á Miðgarði hefur verið útbúið sérstaklega með hliðsjón af þörfum smábáta. Þegar beiðnir hafa komið fram um að fá vatnsslöngur að flotbryggjum, hefur ætíð verið brugðist við slíkum beiðnum og verður svo áfram.
Hafnarstjórn samþykkir útskýringar hafnarstjóra og verður erindinu svarað þannig.
Hafnarstjóri telur ekki þörf á að vatnsslöngur verði settar á flotbryggjur. Á sumrin er nægur fjöldi af slöngum víðsvegar á bryggjum, þar af eru yfirleitt 4 slöngur tiltækar á Miðgarði þar sem smábátar landa. Aðgengi við vatnsslöngur við krana á Miðgarði hefur verið útbúið sérstaklega með hliðsjón af þörfum smábáta. Þegar beiðnir hafa komið fram um að fá vatnsslöngur að flotbryggjum, hefur ætíð verið brugðist við slíkum beiðnum og verður svo áfram.
Hafnarstjórn samþykkir útskýringar hafnarstjóra og verður erindinu svarað þannig.