Lagt fram til kynningar minnisblað Sambandsins frá 22. febrúar 2022 um hækkun lífeyrisskuldbindinga sveitarfélaga.
Fram kemur að lífeyrisskuldbindingar margra sveitarfélaga vegna ársins 2021 hafa hækkað verulega. Rekja má hækkunina til (1) hækkunar launa, (2) breyttra forsendna um lífaldur og (3) hækkandi hlutar launagreiðenda.
Breytingin leiðir til talsverðrar hækkunar lífeyrisskuldbindinga og ákvað fjármálaráðherra að heimila lífeyrissjóðum að innleiða hinar breyttu forsendur á næstu tveimur árum, þ.e. 2021 og 2022. Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga ákvað að nýta ekki heimild til frestunar á lokuðum sjóðum í hans umsjón. Sveitarfélögum gefst því ekki kostur á frestun og því ljóst að lífeyrisskuldbindingar munu hækka strax á árinu 2021.
Ljóst er að hækkun lífeyrisskuldbindinga mun leiða til minni rekstrarafgangs margra sveitarfélaga.
Breytingin leiðir til talsverðrar hækkunar lífeyrisskuldbindinga og ákvað fjármálaráðherra að heimila lífeyrissjóðum að innleiða hinar breyttu forsendur á næstu tveimur árum, þ.e. 2021 og 2022.
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga ákvað að nýta ekki heimild til frestunar á lokuðum sjóðum í hans umsjón. Sveitarfélögum gefst því ekki kostur á frestun og því ljóst að lífeyrisskuldbindingar munu hækka strax á árinu 2021.
Ljóst er að hækkun lífeyrisskuldbindinga mun leiða til minni rekstrarafgangs margra sveitarfélaga.