Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2022 um verkefnið "Samtaka um hringrásarhagkerfi", sem sambandið hefur sett á fót með aðstoð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Með verkefninu er ætlunin að aðstoða sveitarfélög við að innleiða breytingar á úrgangsstjórnun og innleiðingu hringrásarhagkerfis sem taka gildi að mestu um næstu áramót. Breytingunum er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs.
Útbúin hefur verið vefsíða um allt verkefnið, sjá slóð hér:
https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/innleiding-hringrasarhagkerfis/Sveitarfélögum er nú boðið að taka þátt í þremur verkefnum til að tileinka sér þessar breytingar:
1. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku
2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga
3. Borgað þegar hent er - kerfi heim í hérað
Sveitarfélög geta skráð þátttöku í verkefnunum til og með 11. mars 2022.
Sambandið efnir til upphafsfundar allra verkefnanna þann 16. mars nk. kl. 10-12 fyrir tengiliði verkefnisins.
Bæjarstjórn samþykkir að vera með í verkefninu og felur bæjarstjóra að ákveða nánar í hvaða hlutum verkefnisins rétt sé að við tökum þátt.
Fulltrúar bæjarins taka þátt í upphafsfundi og fleiru á vegum verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.