Bæjarráð - 586Lögð fram drög að viðmiðum um barngildi og mönnun sem og reglur um fáliðun á Leikskólanum Sólvöllum.
Undir þessum lið sátu fundinn gegnum teams Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði, Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri, bæjarfulltrúarnir Hinrik Konráðsson, Rósa Guðmundsdóttir og Garðar Svansson, sem jafnframt er formaður skólanefndar og aðrir fulltrúar skólanefndar, þau Valdís Ásgeirsdóttir og Loftur Árni Björgvinsson, auk Sigríðar G. Arnardóttur, varabæjarfulltrúa.
Kynning þessi er til undirbúnings umsagna bæjarráðs og skólanefndar og afgreiðslu bæjarstjórnar síðar í vikunni.
Gunnþór, ráðgjafi hjá Ásgarði, fór yfir tilurð vinnu við setningu barngildisviðmiða og reglur um fáliðun á leikskólum. Með þessum tillögum er verið að skerpa á þeim viðmiðum sem unnið hefur verið eftir. Tillögurnar eru unnar með stjórnendum Leikskólans Sólvalla og eru þær hluti af frekari vinnu við að styrkja starf leikskólans.
Skv. reglunum er gert ráð fyrir að grunnmönnun sé 8 börn á hvert stöðugildi. Að jafnaði skulu stöðugildi vera í takt við fjölda barna, en fjöldi barna á hvert stöðugildi fækkar með lækkandi aldri, en miðað er við 4 börn á hvert stöðugildi í yngsta aldurshópnum. Til viðbótar koma svo stöðugildi sem miða við stuðningsþarfir barna hverju sinni. Unnið er að verklagsreglum um sérkennslu og stuðning, sem verða lagðar fyrir á næstu vikum.
Fáliðun telst þegar fáir starfsmenn eru við vinnu og viðmiðið er að fjöldi barna fari ekki yfir 8 á hvern starfsmann. Reglurnar gera grein fyrir því til hvaða úrræða skuli gripið ef fjöldi barna á hvert stöðugildi fer yfir grunnviðmið.
Fram fór umræða fundarmanna um tillögurnar.
Bæjarráð fagnar framlögðum og skýrum tillögum og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundarTil máls tóku JÓK og SGA.
Bæjarráð - 586Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar frá heilbrigðisráðherra um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.
Bæjarstjóra falið að gera umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum.