Valgeir, sem einnig er verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn áfram undir þessum lið.
Bæjarstjóri kynnti kaup bæjarins á Avant liðléttingi sem gerð voru í liðinni viku.
Um er að ræða Avant 760l, nýtt tæki, keypt af Íslyft ehf. skv. tilboði. Vélinni fylgir ámokstursskófla. Einnig var keypt sturtukerra, Avant, sem passar við vélina.
Í framhaldinu verður eldri Avant vél bæjarins seld.
Áður höfðu bæjarfulltrúar fengið upplýsingar um kaupin og gefið rafrænt samþykki, en vélakaupin eru á fjárhagsáætlun bæjarins 2022.
Sjá einnig umfjöllun undir dagskrárliðnum Fjárhagsáætlun 2022 hér síðar á fundinum.
Gestir
- Valgeir Þór Magnússon verkstjóri áhaldahúss