Lóðarhafi að Hlíðarvegi 19 leggur fram fyrirspurn um byggingu 36 m2 húss í bakgarðinum. Húsið yrði smíðað á uppsteypt undirlag.
Þar sem húsið er ekki á deiliskipulögðu svæði vísar byggingarfulltrúi fyrirspurninni til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð áform falli ekki að almennu byggðarmynstri í bæjarhlutanum sbr. skilmála fyrir ÍB-2 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039. Er hér sérstaklega vísað til stærðar umrædds húss/kofa og nýtingarhlutfalls á lóðinni.
Byggingarfulltrúa er falið að leiðbeina fyrirspyrjanda um möguleika í stöðunni.