Í febrúar og mars sl. fór fram umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í Grundarfirði. Bæjarstjórn ályktaði um málið á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. og setti fram ósk um samtal við fjarskiptafyrirtæki um skoðun og úrbætur á fjarskipta-/netsambandi.
Þessi vinna bæjarstjórnar byggði m.a. á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar:
Í febrúar og mars sl. fór fram umfjöllun bæjarráðs og bæjarstjórnar um fjarskiptamál í Grundarfirði. Bæjarstjórn ályktaði um málið á 257. fundi sínum þann 10. mars sl. og setti fram ósk um samtal við fjarskiptafyrirtæki um skoðun og úrbætur á fjarskipta-/netsambandi.
Þessi vinna bæjarstjórnar byggði m.a. á fyrri samtölum við Mílu og ekki síst fjölmörgum ábendingum íbúa um gæði fjarskipta, sem teknar voru saman í febrúar sl. að frumkvæði bæjarins og sendar fjarskiptafyrirtækjum til skoðunar, með ósk um viðbrögð. Ábendingar íbúa snéru bæði að heimilistengingum og farsíma - hér má lesa ábendingarnar:
Ábendingar íbúa um síma- og netsamband í Grundarfirði 4. feb. 2022.pdfÍ framhaldinu hafa bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi átt fundi með Mílu, Símanum, Vodafone og Nova.
Fyrir liggja nú þegar aðgerðir og áform fyrirtækjanna, um greiningu og úrbætur, sem lesa má í fréttum á vef bæjarins.
Í framhaldinu hafa bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og byggingarfulltrúi átt fundi með Mílu, Símanum, Vodafone og Nova.
Fyrir liggja nú þegar aðgerðir og áform fyrirtækjanna, um greiningu og úrbætur, sem lesa má í fréttum á vef bæjarins.
Málið er til frekari skoðunar og kemur til ályktunar hjá bæjarstjórn að undangenginni frekari upplýsingaöflun.