Málsnúmer 2202003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 584. fundar bæjarráðs.
  • Fyrir fundinum lá samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og yfirlýsing Evrópsku sveitarfélagasamtakanna, sjá:
    https://www.samband.is/frettir/stjorn-sambandsins-fordaemir-innras-russa-i-ukrainu/

    Formaður kynnti tillögu að bókun bæjarráðs.

    Bæjarráð - 584 Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
    Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og gerir hana að sinni og hljóðar hún þannig:

    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga. Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268 Samþykkt samhljóða.

    Samþykkt samhljóða.
  • Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

    Fyrir fundinum lá úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á Slökkviliði Grundarfjarðar, gerð 2. júní 2021, sbr. bréf HMS í júlí 2021.

    Ennfremur lágu fyrir bæjarráði athugasemdir slökkviliðsstjóra við einstökum atriðum í úttektarskýrslunni. Auk þess skjal bæjarstjóra, eftir yfirferð hennar og slökkviliðsstjóra, þar sem sett eru fram drög að svörum til HMS um þau atriði í skýrslunni sem ástæða er til að bregðast við.

    Bæjarráð - 584 Slökkviliðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir framangreind atriði, sem þau telja ástæðu til að bregðast við skv. úttekt HMS.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá svörum til HMS, á grunni fyrirliggjandi draga, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.

    Valgeiri var þakkað fyrir yfirferðina.

  • Valgeir, sem einnig er verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn áfram undir þessum lið.

    Bæjarstjóri kynnti kaup bæjarins á Avant liðléttingi sem gerð voru í liðinni viku.
    Um er að ræða Avant 760l, nýtt tæki, keypt af Íslyft ehf. skv. tilboði. Vélinni fylgir ámokstursskófla. Einnig var keypt sturtukerra, Avant, sem passar við vélina.

    Í framhaldinu verður eldri Avant vél bæjarins seld.

    Áður höfðu bæjarfulltrúar fengið upplýsingar um kaupin og gefið rafrænt samþykki, en vélakaupin eru á fjárhagsáætlun bæjarins 2022.

    Sjá einnig umfjöllun undir dagskrárliðnum Fjárhagsáætlun 2022 hér síðar á fundinum.
    Bæjarráð - 584 Bæjarráð fór yfir vélakaupin.

  • .4 2202026 Framkvæmdir 2022
    Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

    Fannar fór yfir stöðu helstu framkvæmda bæjarins.
    Bæjarráð - 584 Fannar sagði m.a. frá eftirtöldum framkvæmdum og verkefnum:

    Grunnskólinn;
    - endurbætur á neðra anddyri skólahúss, þar sem skipt verður um hurðir/hurðavegg og gerðar breytingar á rýminu
    - þakskipti á tengibyggingu milli íþróttahúss og grunnskóla, auk breytinga vegna frágangs neyðarútgangs frá efri hæð grunnskóla út á þak tengibyggingarinnar.
    - áframhaldandi utanhússviðgerðir á múrverki, t.d. á tengiganginum yfir í íþróttahúsið

    Íþróttahús
    - þarfagreining v. grófhönnunar nýs anddyris/móttöku
    - undirbúningur útboðs á klæðningu á austurhlið hússins, gluggum o.fl. (Efla er að vinna útboðsgögn)
    - viðgerðir á múrverki þeirrar hliðar íþróttahúss sem snýr út í sundlaugargarðinn

    Samkomuhús
    - lagfæringar innanhúss eftir vatnstjón á árinu 2021, einkum eldhús, rými baksviðs og framhlið á sviði. Sjá einnig umfjöllun undir fjárhagsáætlun 2022, hér síðar á fundinum.
    - þakskipti á eldri hluta hússins, en útboð fór fram og bárust 3 tilboð sem opnuð voru þann 28. febrúar sl.

    Fráveita
    - myndataka og fóðrun lagna í og kringum Sæból austanvert.
    - fráveitulausn fyrir nýtt hús við Grundargötu 12-14

    Leikskólinn
    - skipta átti um girðingu og var leitað tilboða í verðkönnun. Ekkert tilboð barst þann 24. febrúar sl., að loknum tilboðsfresti.

    Grundargata 30
    - lagfæring á veggjum og þaki í okkar rými
    - þarfagreining sbr. fund starfshóps um samvinnurými.

    Geymslusvæði í iðnaðarhverfi
    - leggja á rafmagn á svæðið, þannig að hægt verði að bjóða rafmagnstengingar fyrir þá sem geyma t.d. báta á svæðinu
    - bærinn hefur keypt lítinn "skúr" af höfninni, sem nýttur verður til að hýsa rafmagnstöflu og búið er að panta eftirlitsmyndavélar sem eiga að koma á svæðið. Sjá einnig umfjöllun undir fjárhagsáætlun 2022.

    Umræða varð um ofangreindar framkvæmdir og fleiri.

    Fannari Þór var þakkað fyrir upplýsingarnar.
    Bókun fundar Bæjarstjóra falið að óska eftir því við íþrótta- og tómstundafulltrúa að hann hafi samráð fyrir hönd bæjarins, við fleiri hagsmunaaðila, um þarfagreiningu fyrir anddyri íþróttahúss eftir því sem vinnunni vindur fram.

  • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Grunnskóla Grundarfjarðar, en úttekt fór fram í ágúst 2021. Grunnskólinn hefur gilt starfsleyfi HeV.

    Bæjarráð - 584
  • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Íþróttahúss og sundlaugar Grundarfjarðar, en úttekt fór fram í júlí 2021. Íþróttamannvirki hafa gilt starfsleyfi HeV.



    Bæjarráð - 584
  • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á húsnæði og aðstöðu Leikskólans Sólvalla, en úttekt fór fram í febrúar 2021. Leikskólinn hefur gilt starfsleyfi HeV.

    Bæjarráð - 584
  • Byggingarfulltrúi, Fannar Þór Þorfinnsson, sat fundinn áfram undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) á aðstöðu gámastöðvarinnar (sorpmóttöku) sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar, en rekstraraðili f.h. bæjarins er Íslenska gámafélagið ehf. Úttekt fór fram í nóvember 2021.
    Stöðin hefur gilt starfsleyfi HeV.

    Bæjarráð - 584
  • Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

    Bæjarráð - 584
  • .10 2202005 Greitt útsvar 2022
    Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-febrúar 2022.

    Bæjarráð - 584 Samkvæmt yfirlitinu lækkaði greitt útsvar í janúar og febrúar 2022 samanlagt um 8,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Samanburðurinn er þó ekki að öllu leyti tækur þar sem gerðar voru leiðréttingar á útsvarinu í upphafi árs 2021.

    Hækkun á landsvísu á sama tímabili er 2,2%.
  • Bæjarráð - 584 Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um nokkrar fjárfestingar og framkvæmdir sem mögulega kalla á aukafjárveitingu með viðaukum, sbr. einnig umræðu hér að framan. Meðal annars er um að ræða framkvæmdir sem gert var ráð fyrir á síðasta ári, en færast yfir á þetta ár. Kaup á Avant (sbr. dagskrárlið 2) verða um 0,5 millj. yfir áætlun, vegna kaupa á stærri vél og á kerru. Auk þess viðbótarfjárveiting til Leikskólans.
    Sett fram með fyrirvara um skoðun á öðrum þáttum fjárhagsáætlunar, einnig tekjum.
  • Bæjarráð tók til áframhaldandi umræðu, fjarskiptamál í Grundarfirði.

    Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn:

    - Samanteknar ábendingar íbúa um fjarskiptasamband í Grundarfirði, dags. 4. febrúar 2022
    - Minnisblað og fylgiskjal, frá Raftel um ljósleiðaramál í þéttbýli
    - Vinnuskjal frá bæjarstjóra, drög að áætlun bæjarstjórnar um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.
    Bæjarráð - 584 Bæjarstjóri sagði frá samskiptum sínum við Símann um fjarskiptasamband í Grundarfirði og við Mílu um áætlanir um uppbyggingu ljósleiðara.

    Bæjarráð ræddi framlögð drög að áætlun um hvernig ýta megi undir umbætur í fjarskiptamálum í Grundarfirði.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim sem tillögu fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Á döfinni eru fundir og vinna í verkefni sem bærinn er þátttakandi í "Let´s come together" þar sem unnið verður með íbúum af erlendum uppruna. Markmiðið er að auka tengsl á milli íbúa í samfélaginu.

    Fyrsti fundur er fyrirhugaður þann 8. mars nk.
    Sjá slóð á hóp á Facebook verkefnisins hér:
    https://www.facebook.com/groups/969867807222711/

    Bæjarráð - 584 Bæjarstjóri kynnti málið.
  • Búseturéttarsamningur um íbúð 108 lagður fram til kynningar. Bæjarráð - 584
  • Lögð fram til kynningar skýrsla keyrð út af vef Þjóðskrár um helstu kennitölur varðandi Grundarfjörð, íbúaþróun, fasteignaviðskipti, o.fl.

    https://storage.googleapis.com/a2p-v2-storage/aa2a8cdb-5d3a-4031-8be2-956261b6a043
    Bæjarráð - 584
  • Lagður fram upplýsingapóstur frá Skotfélagi Snæfellsness þar sem segir m.a. frá PRC skotmóti sem halda á 25. júní nk.

    Bæjarráð - 584
  • Lagt fram uppgjör FSN fyrir hluta Grundarfjarðarbæjar í kostnaði við skólaakstur FSN á haustönn 2020 og vorönn 2021. Einnig yfir hlutdeild bæjarins í kostnaði við útboð skólaaksturs haustið 2021.

    Bæjarráð - 584
  • Kynntar upplýsingar um barnamenningarverkefnið List fyrir alla.
    Sjá nánar:
    https://listfyriralla.is/umsokn/
    Bæjarráð - 584
  • Lagt fram til kynningar.
    Sjá nánar: https://www.samband.is/vidburdir/borgad-thegar-hent-er/
    Bæjarráð - 584
  • Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórna.


    Bæjarráð - 584
  • Stjórn Lánasjóðsins auglýsir eftir framboðum sveitarstjórnarmanna til stjórnar sjóðsins.
    Erindi lagt fram til kynningar.

    Bæjarráð - 584
  • Lagt fram til kynningar erindi Rannís:

    "Landskrifstofa Erasmus vekur athygli á að umsóknarfrestur til að sækja um styrki til Erasmus náms- og þjálfunarverkefna er 23. febrúar 2022. Núna þegar við sjáum fram á að heimsfaraldurinn sé á undanhaldi munu tækifærin fyrir evrópskt og alþjóðlegt samstarf aftur verða fjölmörg og spennandi."

    Sjá nánar:
    https://www.erasmusplus.is/frettir-og-vidburdir/frettir/verid-velkomin-a-vefstofur-fyrir-umsaekjendur-um-erasmus-og-european-solidarity-corps-i-februar-2022
    Bæjarráð - 584
  • Ársyfirlit vegna ársins 2021 lagt fram.
    Bæjarráð - 584
  • Lagt fram ársyfirlit Félags eldri borgara í Grundarfirði 2019-2021. Bæjarráð - 584