Lóðarhafi að Grundargötu 7 leggur fram fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna 13 m2 stækkunar á suðurhluta hússins.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir bæjarhlutann vísar byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurn lóðarhafa við Grundargötu 7 um stækkun hússins og telur áformin falla að byggðarmynstri í bæjarhlutanum (ÍB-1 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039).
Berist umsókn um byggingarleyfi skal grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 1, 3 og 5 og Grundargötu 5 þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir bæjarhlutann, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Berist umsókn um byggingarleyfi skal grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 1, 3 og 5 og Grundargötu 5 þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir bæjarhlutann, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.