Starfshópur um grunnskólalóð var skipaður af bæjarstjórn og hefur verið að störfum frá því í vor. Hópurinn var endurskipaður af nýrri bæjarstjórn.
Hópurinn hefur það hlutverk að skoða ástand grunnskólalóðarinnar (og lóðar íþróttahúss) og setja fram tillögur að viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum og forgangsröðun verka.
Starfshópurinn hefur átt tvo fundi, skoðað lóðina og leitað eftir hugmyndum meðal barna í skólanum.
Lagt til að formaður bæjarráðs og fulltrúi skólanefndar verði í starfshópnum ásamt skólastjóra grunnskólans, fulltrúa foreldra og fulltrúa nemenda skólans. Skólastjóri grunnskólans verði formaður hópsins.
Samþykkt samhljóða.