Lóðarhafi að Hlíðarvegi 11 leggur fram umsókn um útlitsbreytingu á húsi ásamt reyndarteikningu. Sett verður ný hurð í stað glugga sem liggur úr stofu á suðurhlið húss.
Byggingarfulltrúi hefur farið yfir framlagðar teikningar og gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.
Nefndin telur að umrædd breyting sé minniháttar og komi ekki til með að skerða hagsmuni nágranna sbr. c. lið 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Með hliðsjón af því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð.
Nefndin telur að umrædd breyting sé minniháttar og komi ekki til með að skerða hagsmuni nágranna sbr. c. lið 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Með hliðsjón af því samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð.