Lóðarhafi á Hlíðarvegi 5 óskar eftir afnotum af landi Grundarfjarðarbæjar til viðbyggingar við bílskúr. Óskað er eftir viðbótarlandi sem liggur í átt að íþróttavelli/grunnskóla.
Vatnslögn og aðrar lagnir liggja sunnanvert við lóðir umrædds húss og aðliggjandi húsa við Hlíðarveg. M.a. af þeirri ástæðu getur skipulags- og umhverfisnefnd ekki orðið við beiðni lóðarhafa við Hlíðarveg 5 um afnot af landi bæjarins á umræddu svæði.