Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 11. október sl., varðandi breytingu reglugerðar nr. 1212/2015 vegna reikningsskila sveitarfélaga. Þar var 3. mgr. 20. gr. „Eignarhlutir í öðrum félögum“ breytt og tóku ákvæði greinarinnar fyrir reikningsskil sveitarfélaga gildi á þessu ári.
Nýja ákvæðíð í 3. mgr. 20. gr. gerir ráð fyrir að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins.
Með bréfinu eru sveitarfélög minnt á reglugerðarbreytinguna og hvött til að hafa samband við nefndina ef upp koma álitaefni um framkvæmdina.
Nýja ákvæðíð í 3. mgr. 20. gr. gerir ráð fyrir að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins.
Með bréfinu eru sveitarfélög minnt á reglugerðarbreytinguna og hvött til að hafa samband við nefndina ef upp koma álitaefni um framkvæmdina.
Til máls tóku JÓK, BÁ og RG.