Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Eydís Lúðvíksdóttir fulltrúi kennara.
Skólanefnd - 158Skólastjóri fór yfir framlagða minnispunkta sína um skólastarfið. Eftirfarandi kom þar fram:
Í upphafi haustannar voru 94 nemendur skráðir grunnskólann. Síðasta vetur voru 104 nemendur. Kennarar og stjórnendur eru 15 talsins í 14,4 stöðugildum. Annað starfsfólk eru 7 í 6 stöðugildum. Hluti þeirra starfsmanna starfar einnig á leikskóladeildinni Eldhömrum við þrif. Inni í þessari tölu eru einnig starfsmenn heilsdagsskóla sem er lengd viðvera fyrir nemendur yngsta stigs fimm daga vikunnar. Við skólann í vetur starfa þrír leiðbeinendur en allir stunda þeir nám. Vinnuskylda er sú sama og í fyrra. Teymiskennsla verður áfram mikil en í skólanum er yngsta stigið mjög fjölmennt á meðan mið- og unglingastig er frekar fámennt.
Sundkennslu er að ljúka í þessari viku og hefur gengið vel.
Skólinn tekur þátt í Erasmus verkefni en var sett á ís í eitt ár vegna erfiðleika með ferðalög af kunnum ástæðum. Því verkefni lýkur í vetur.
Í ár verður sérstakur dagur á dagatali tileinkaður gróðursetningu, en áherslur skólans þennan veturinn verða heilsuefling, Grænfáni og fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði.
Skólinn fer í úttekt vegna Grænfánaverkefnis og getur þá flaggað Grænfána. Liður í því er að planta trjám. Í ár hafa nemendur skólans plantað tæplega 800 trjám á svæði sem skólinn hefur til gróðursetningar við tjaldsvæðið. Plönturnar fékk skólinn sem afrakstur af fræsöfnun birkifræja í fyrra.
Stærðfræðikennarar á yngsta- og miðstigi munu í vetur sækja námskeiðið "Stærðfræðileiðtoginn" lærdómssamfélag á vegum HÍ.
Grunnskóli Grundarfjarðar verður 60 ára þann 6. janúar nk. og verður haldið upp á það.
Bæjarstjóri og skólastjóri fóru yfir þær verklegu framkvæmdir sem fram hafa farið á árinu og sem nú eru í undirbúningi.
Viðhaldsframkvæmdir voru miklar í sumar. Unnið var við múrviðgerðir og beðið er eftir nýjum gluggum sem skipta á um á neðri hæð SA-hluta skólahúss. Kennaraaðstaða var máluð í sumar. Vatnstjón varð í grunnskóla í júlí og hefur verið unnið að miklum endurbótum í kjölfar þess. Dúklagning á efri og neðri hæð er fyrirhuguð seinnipartinn í október í kringum vetrarfrí skólans.
Skólanefnd ræddi um skólalóðina og leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur til að gera áætlun um endurbætur og mögulega áfangaskiptingu vegna skólalóðar, svipað og gert var fyrir lóð leikskólans.
Sigurður Gísli skólastjóri grunnskóla og Eydís fulltrúi kennara sitja fundinn undir þessum lið.Skólanefnd - 158Sigurður Gísli fór yfir minnispunkta um starf Eldhamra. Þar kom m.a. fram:
Á Eldhömrum eru þrír starfsmenn í 2,80 stöðugildum. Þrif eru ekki inni í þessari tölu en skólaliðar sjá um þrifin. Starfið fer vel af stað en 11 nemendur voru skráðir í deildina í haust. Fyrir fundinum lá vikuplan og dagsskipulag Eldhamra.
Eins og undanfarin ár fá Eldhamrar tíma á skipulagi kennara í íþróttum, sundi, smíðum, heimilisfræði og lestrarkennslu. Hringekja með yngstu nemendum skólans hefst svo fljótlega og verður reglulega í allan vetur.
Fram kom að Eldhamrar halda úti Instagram fréttum sem hafa mælst vel fyrir.
Sigurður Gísli skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans eru gestir fundarins undir þessum lið.
Skólanefnd - 158Linda María fór yfir minnispunkta sína um starfsemi tónlistarskólans. Eftirfarandi kom fram:
- 41 nemandi er skráður í tónlistarskólann haustið 2021. - 4 kennarar eru í 3,4 stöðugildum. - Í boði eru einktatímar, hóptímar í söng, tónfræði, samspil hjá nemendum Baldurs og Bents, Linda er með tónlistartíma sem hluta af list-og verkgreinum í grunnskólanum hjá 4 og 5. bekk. Alexandra byrjar með tónlistartíma fyrir nemendur Eldhamra eftir áramót. - Kennarar fóru á svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi 20. september sl. og voru þar mörg áhugaverð málefni. - Foreldravika var dagana 21. - 28.september sl. Foreldrar voru duglegir að koma með börnunum í tíma og fræddust í leiðinni um það hvað fer fram í tímum, hvernig hljóðfærið virkar og fengu ábendingar varðandi heimanám. - Kennarar munu skiptast á að fara í Sögumiðstöðina í vetur í "Molakaffi á miðvikudögum" með nemendur að spila og syngja fyrir eldri borgara. Fyrstu nemendur fóru í síðustu viku og var mjög gaman og áheyrendur tóku virkilega vel á móti söngnemendum sem sungu nokkur lög. - Í bígerð er að nýta fleiri tækifæri til að spila opinberlega, þar sem nemendur koma fram. - Kennarar eru að byrja að huga að jólatónleikum sem verða miðvikudag 1. desember nk.
Rætt var um starfsmannamál, einnig um aðsókn nemenda, sem hefur fækkað nokkuð. Rætt var um hverjar ástæður þess gætu verið.
Fyrir fundinum lágu hugmyndir tveggja kennara um að nýta fjarnám sem hluta af kennsluaðferðum, og var það nánar útfært í tillögum sem lágu fyrir fundinum. Rætt um kosti og fyrirkomulag. Skólanefnd þakkar fyrir áhugaverðar tillögur. Nefndin telur þó að æskilegra sé að byggja tónlistarkennslu á staðnámi, eftir því sem kostur er.
Linda María lagði fram og kynnti hugmynd um átaksverkefni í kennslu á blásturshljóðfæri, sem myndi hefjast á næstu önn. Markmiðið er að fjölga nemendum á blásturshljóðfæri. Skólanefnd tekur jákvætt í þessa hugmynd og leggur til að skólastjóri og aðstoðarskólastjóri útfæri nánar og leggi tillöguna fyrir bæjarstjórn.
Hér viku Sigurður Gísli og Linda María af fundinum og var þeim þakkað fyrir komuna.
Skólanefnd - 158Eins og fram hefur komið (fundur bæjarráðs í ágúst sl.) hefur Anna leikskólastjóri sagt starfi sínu lausu og hætti hún störfum 30. september sl. Skólanefnd þakkar Önnu fyrir gott samstarf á liðnum árum.
Starfið var auglýst og bárust tvær umsóknir. Annar umsækjandinn dró umsókn sína til baka.
Lögð voru fram umsóknargögn frá Heiðdísi Lind Kristinsdóttur, auk samantektar frá ráðgjafa Attentus, sem tók ásamt bæjarstjóra starfsviðtal við umsækjandann. Auk þess kom umsækjandi í dag í viðtal við formann bæjarráðs og formann skólanefndar. Gerð var grein fyrir þessum gögnum og viðtölum við umsækjandann, sem metinn er hæfur til starfsins út frá fyrirliggjandi kröfum.
Skólanefnd veitir jákvæða umsögn um umsækjandann skv. fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum.
Skólanefnd - 158Lagt fram til kynningar erindi frá nemendum í 3. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, sem þau lögðu fram og kynntu á fundi með bæjarstjóra á dögunum. Í erindi sínu setja börnin fram þrjár óskir um umbætur í umhverfi okkar, sjá nánar 251. fund bæjarstjórnar þann 22. september sl.