Nefndin fór í samkomuhúsið og skoðaði aðstæður, en vatnstjón varð í húsinu þann 21. júlí sl.Menningarnefnd - 29Samkomuhúsið er skilgreint sem menningarhús og starfsemi þess heyrir undir menningarmál, skv. skipuriti bæjarins. Viðhald húss og aðstaða heyrir undir eignaumsjón, en nefndin fylgist með því að starfsemi á hennar sviði hafi fullnægjandi aðstöðu.
Þann 21. júlí sl. varð slæmt vatnstjón í samkomuhúsinu, þegar vatn flæddi úr slöngu frá uppþvottavél úr eldhúsi og yfir báða salina, þann efri sem er teppalagður og þann neðri sem er parketlagður.
Bæjarstjóri fór yfir þær framkvæmdir sem í gangi hafa verið og fyrirhugaðar eru, m.a. með hliðsjón af bótum sem tryggingafélag bæjarins greiðir.
Panta þurfti nýtt parket á neðri salinn og hefur það nú verið lagt á gólfið. Auk þess nýtti bærinn tækifærið og lagði parket á "Smuguna" og var gólfhæð jöfnuð þar á milli.
Lagt verður nýtt teppi á efri salinn, en viður í barborði og skápaeiningu í efri salnum var þurrkaður, strax eftir vatnslekann.
Einnig verður lagður nýr dúkur á eldhús og rýmið baksviðs (milli eldhúss og sviðs), auk þess sem bætur eru greiddar út á skemmd á sökklum og neðri hluta veggjar við WC baksviðs, á dyrakörmum o.fl.
Breyta þarf legu lagna og niðurfalls í eldhúsi.
Bæjarstjóri sagði að ákveðin tímamót væru nú með samkomuhúsið, þegar skipt verður um dúk á eldhúsi og rými baksviðs. Æskilegt er að gera frekari breytingar á uppröðun og skápum, bæði í eldhúsi og rýminu bakatil, fyrst verið er að hreyfa við með þessum endurbótum. Kallað hefur verið á slíkar breytingar, af ýmsum þeim sem nota samkomuhúsið reglulega.
Bæjarráð hefur rætt að freistandi sé að fara í meiri breytingar á eldhúsi og baksviðs, við þetta tækifæri. Hinsvegar eru ekki fjármunir á áætlun í æskilegar breytingar og tekjur bæjarins í ár gefa ekki tilefni til umframkeyrslu í framkvæmdum.
Húsið er gjarnan lánað undir starfsemi sem ekki greiðir fyrir notin, s.s. ýmis menningarstarfsemi, félagsstarf heimafélaga og starf góðgerðarsamtaka.
Menningarnefnd hvetur til þess að skoðað verði hvort félagasamtök eða einstaklingar vilji aðstoða við þægileg, afmörkuð verkefni sem tengjast breytingum vegna þessa óvænta tjóns. Þannig er líklegra að hægt sé að gera meira núna og að húsið verði skemmtilegra og betra, fyrir alla sem það nota, eftir breytingar, og einnig má þannig forðast tvíverknað.
Nefndin fór í Sögumiðstöðina og skoðaði framgang framkvæmda í leiðsögn Inga Hans Jónssonar, sem sér um breytingar á húsnæðinu.Menningarnefnd - 29Starf eldri borgara og félagsstarf á vegum RKÍ o.fl. hefur nú fært starfsemi sína í Sögumiðstöðina.
Farið var af stað með "hittinga" í sumar, "molakaffi að morgni" á miðvikudögum, einkum ætlað eldri íbúum.
Stólar í Bæringsstofu verða klæddir að nýju og smíðaðir nýir armar á stólana. Málað verður og skipt um kastara í salnum.
Framkvæmdir við að útbúa salernisaðstöðu bakatil (við eldhús) eru í undirbúningi.
Framkvæmdir á "safnasvæði" eru svo áfangi sem næst verður farið í.
Rætt var um möguleika í rýminu og starfsemi í breyttu húsnæði.