Málsnúmer 2109001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 102. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  • .1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Farið yfir stöðu framkvæmda í Þríhyrningi.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Um uppbyggingu í Þríhyrningi má lesa hér á vef bæjarins: https://www.grundarfjordur.is/is/mannlif/vidburdir-og-utivist/uppbygging-thrihyrningsins

    Kristín Þorleifsdóttir, nýráðin sem sviðsstjóri og skipulagsfulltrúi, hefur tekið yfir umsjón með undirbúningi framkvæmda, af Sigurði Val, sem kominn er í frí, en áhaldahús heldur síðan utan um verkstjórn á staðnum.
    Björg og Kristín sögðu frá stöðu framkvæmda.

    Eftirfarandi eru áfangar í Þríhyrningi á árinu:

    JARÐVEGUR OG LAGNIR:
    Í vor var kannað með lagnir og jarðveg - gerðar nokkrar jarðvegsprufur og endurbætt við holræsabrunn í göngustíg norðanvert í garðinum.

    LEIKTÆKI:
    Nefndin valdi fyrr á árinu leiktæki fyrir svæðið, í samræmi við hugmyndir um hönnun og yfirbragð svæðisins, sem fjölskyldu- og útivistarsvæðis.

    Pöntuð voru 3 leiktæki frá Leiktæki og Sport ehf., af tegundinni Robinia - en það eru tæki úr náttúrulegu efni. Tækin eru:
    - Robinia Play 8164; skip, stórt (breidd: 2,99 m, lengd 8,55 m, hæð 4,80 m, fallhæð 1,80 m)
    - Robinia 8141; tvöfalt gormatæki (1,55 x 1,22 m, hæð 80 cm, fallhæð 55 cm)
    - Robinia 8117; jafnvægistæki (stórt) (breidd 2,68 m, lengd 8,11 m, hæð á 2 háum súlum 2,40 m, fallhæð 60 cm)

    Afhendingu tækjanna seinkaði - þau áttu að koma um mánaðamótin júlí/ágúst, en eru að koma með flutningabíl vestur til okkar í þessari viku (2.-3. september). Myndir af tækjunum fylgja með fundargögnum.

    Leiktækin verða staðsett í norðvesturhorninu, þar sem rólur og fleiri leiktæki voru áður staðsett.
    Búið er að teikna upp og staðsetja þau, m.t.t. uppgefins öryggissvæðis sem þarf að vera kringum hvert leiktæki.
    Taugar ehf. (Kristján Kristjánsson) annast uppgröft fyrir tækjunum, en efnisskipta þarf undir þeim - mismikið eftir gerð tækja. Jarðvegurinn sem upp kemur verður nýttur í "Orminn".

    ORMURINN:
    Ormurinn er jarðvegsmön, sem löguð verður á staðnum - ætluð sem brekka til að leika sér í og sem sæti sem henta við lítið útisvið. Staðsetning hefur verið merkt inná svæðið og hælað út.
    Í mönina fer jarðvegur/uppgröftur af öðrum svæðum í Þríhyrningi. Ef meira efni þarf í orminn, verður bætt við efni sem til fellur annars staðar í bænum.
    Í norðurenda manar kemur "gat" þar sem í mönina fer stórt, steypt holræsarör. Það er hugsað þannig að börn geti skriðið í gegnum gatið - sem hluti af leik. Á hinum endanum verður "haus" á ormi/dreka.
    Mönin þarf að standa og jarðvegurinn að síga fram á næsta vor/sumar, en þá verður tyrft yfir eða sáð í mönina. Ormurinn verður því ekki fullbúinn fyrr en þá.

    ELDSTÆÐI:
    Í sumar var ætlunin að hlaða eldstæði norðaustarlega í garðinum. Vegna forfalla hleðslumanns náðist ekki að hefja það verk í vor/sumar eins og til stóð - en vonandi verður hægt að vinna verkið í haust, fyrir veturinn. Eldstæðið er m.a. hugsað til að bæta aðstöðu sem nýtist leik- og grunnskóla, til útikennslu í Þríhyrningi, eins og ætlunin er skv. aðalskipulagi.

    ÚTISVIÐ:
    Í vor var jarðvegsskipt fyrir útisviði sem staðsett er fyrir framan mönina (orminn).
    Möguleiki er að steypa yfirborðið eða helluleggja, en ekki er þó ætlunin að gera það í ár.

    GRÓÐUR OG BEKKIR:
    Fulltrúar íþrótta- og æskulýðsnefndar höfðu samband við Skógræktarfélagið sem lagði til vinnu við að klippa tré í Þríhyrningi sl. vor. Ennfremur við Kvenfélagið Gleym-mér-ei, en vilji nefndarinnar er að í Þríhyrningi verði nokkurs konar "villigarður" með marglitum, fjölærum blómplöntum. Kvenfélagið ætlaði að aðstoða við gróðursetningu á þeim. Skoða þarf vel tímasetningar á slíku og samhengi við aðrar framkvæmdir í garðinum.
    Gróðursetja þarf fleiri tré í garðinn á komandi árum.

    Valgeir upplýsti að komnir væru bekkir inní Þríhyrninginn, aftur - sem nýta má fyrir hópa. Er það m.a. í samræmi við óskir frá Heilsueflingu 60 , sem mun reyna að nýta garðinn eftir því sem hægt er, til útivistar og hreyfingar.

    ---

    Nefndin telur æskilegt að fá félagasamtök eða aðra aðila áfram að uppbyggingunni, sem er nokkurra ára verkefni.

    Kristín vék nú af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.
  • .2 2003010 Frisbígolf
    Farið yfir stöðu framkvæmdarinnar. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Björg, Þurí og Valgeir fóru yfir stöðu framkvæmdar.

    Uppsetning á níu körfum fyrir frisbígolf fór fram í vor. Völlurinn var hnitaður og settur út í kort.
    Íslenska frisbígolfsambandið (ÍFS) merkti völlinn inná vef sínum fyrr á árinu, sjá:
    https://www.folf.is/folfvellir-a-islandi-4/

    Skilti var í framleiðslu hjá ÍFS og seljanda búnaðarins, en afhending á því til bæjarins tafðist. Nú er skiltið komið og verður sett upp á næstunni.

    Ætlunin var að útbúa upphafsramma á hverjum teig (níu), en það er klár viðbót við upphaflega fyrirskrifað verk.
    Settir verða upp staurar/stikur, sem sýna númer hvers teigs.

    Völlurinn hefur verið talsvert mikið notaður í sumar, enda er frisbígolf vaxandi íþrótt/afþreying.
    Nálægð hans við tjaldsvæði og íþróttasvæði er kostur.


    Bókun fundar Allir tóku til máls.

  • .3 1810008 Markmið og verkefni íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Rætt um notkun íþróttavallar og ástandsúttekt á íþróttahúsi, utanhúss.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Rætt var um notkun íþróttavallarins. Nefndin telur það umhugsunarefni að völlurinn sé ekki nýttur meira fyrir æfingar og leiki, en raun er á.
    Nefndin mun taka þetta upp við UMFG og tilheyrandi aðila.
    Eins var rætt um hvort aðgengi barna og ungmenna, til æfinga á vellinum, sé opið - eins og æskilegt væri. Nefndin mun skoða þetta nánar.

    Valgeir vék nú af fundi og var honum þakkað fyrir komuna.

    Björg sagði frá því að í gær hafi borist skýrsla frá Eflu, verkfræðistofu, um mat á ástandi íþróttahússins, einkum utanhúss. Bæjarstjórn óskaði eftir úttektinni, einkum til að geta betur gert sér grein fyrir ástandi ytra byrðis hússins; klæðningu, þaki, gluggum, o.fl. sem kominn er tími á að endurbæta. Með úttektinni er bæjarstjórn betur í stakk búin að taka ákvörðun um heildstæðar viðgerðir sem þurfa að fara fram á húsinu. Skýrslan verður tekin fyrir í bæjarráði/bæjarstjórn í september.

    Að loknum þessum dagskrárlið vék Ragnheiður Dröfn af fundi, en Signý tók formlega sæti hennar.
  • .4 2108011 Skipulagsbreyting - nýtt starf íþrótta- og tómstundafulltrúa
    Samþykkt bæjarráðs frá 30. ágúst 2021 er lögð fyrir til kynningar. Þar á meðal eru drög að starfslýsingu nýs starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa til umsagnar.


    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 102 Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar ákvörðun um stofnun nýs starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa og telur að það hafi verið tímabært. Nefndin telur þetta jákvætt skref í átt að öflugu og faglegu starfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Nefndin er ánægð með að lýðheilsumál komi nú inn sem sérstakt viðfangsefni á málefnasviðinu. Ennfremur telur nefndin mjög af hinu góða að íþrótta- og tómstundafulltrúi hafi frumkvæði að auknu samstarfi milli félagasamtaka og mögulegri samræmingu í íþrótta- og forvarnastarfi í bænum.

    Bókun fundar Allir tóku til máls.