Lögð fram gögn vegna stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á hendur Grundarfjarðarbæ, sbr. tölvpóst nefndarinnar dags. 17. ágúst 2021, vegna óverulegrar deiliskipulagsbreytingar, birt 6. júlí 2021, og veitingar byggingarleyfis dags. 9. júlí 2021 á lóðinni við Nesveg 4a.
Lóðarhafi að Nesvegi 6-8 krefst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan kærumálið er til meðferðar hjá nefndinni.
Jafnframt er lögð fram greinargerð Grundarfjarðarbæjar til nefndarinnar þar sem kröfu um stöðvun framkvæmda er hafnað og jafnframt bent á að kærufrestur teljist liðinn og því beri að vísa málinu frá, ásamt öðrum gögnum málsins.
Lagt fram til kynningar bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með úrskurði vegna kæru Kamski ehf. á ákvörðunum bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar frá 2. júlí 2021 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar við Nesveg 4a og ákvörðun byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar frá 6. júlí 2021 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir húsi á sömu lóð.
Vísað er frá kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Nesvegi 4a.
Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Grundarfjarðarbæjar um að samþykkja byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni Nesvegi 4a.
Lagður fram til kynningar úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 15. október sl. vegna kæru á breytingu deiliskipulags og veitingu byggingarleyfis á lóð að Nesvegi 4a, nýju netaverkstæði.
Niðurstaða úrskurðarnefndar var að kærunni var vísað frá.
Lóðarhafi að Nesvegi 6-8 krefst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan kærumálið er til meðferðar hjá nefndinni.
Jafnframt er lögð fram greinargerð Grundarfjarðarbæjar til nefndarinnar þar sem kröfu um stöðvun framkvæmda er hafnað og jafnframt bent á að kærufrestur teljist liðinn og því beri að vísa málinu frá, ásamt öðrum gögnum málsins.
Lagt fram til kynningar.