Málsnúmer 2108009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðins Snæfellsness, var gestur fundarins undir þessum lið.

Hún kynnti niðurstöður vinnu við skoðun á mögulegri þátttöku Svæðisgarðsins og sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi í UNESCO Man and Biosphere verkefninu. Umræður.

Ragnhildi var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Gestir

  • Ragnhildur Sigurðardóttir - mæting: 16:30

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Fyrir lá bréf Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 8. febrúar 2022, varðandi ákvörðun um mögulegt UNESCO Man and Biosphere svæði (vistvang) á Snæfellsnesi.

Til máls tóku JÓK, UÞS, RG, SÞ, HK, BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða erindið frá stjórn Svæðisgarðsins og lýsir hér með vilja sínum til þess að sveitarfélagið verði hluti af vistvangi, þ.e. UNESCO Man and Biosphere svæði á Snæfellsnesi, sem yrði það fyrsta á Íslandi.