Málsnúmer 2107013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Lagt fram til kynningar bréf HMS dags. 13. júlí 2021 um úttekt á Slökkviliði Grundarfjarðar 2021. Í úttektinni er listi yfir atriði sem kallast "frávik" frá reglum. Bæjarstjóri hefur óskað eftir yfirliti slökkviliðsstjóra og rýni á hvert atriði. Yfirlit hans verður lagt fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 584. fundur - 03.03.2022

Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri kom inná fundinn undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.

Fyrir fundinum lá úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á Slökkviliði Grundarfjarðar, gerð 2. júní 2021, sbr. bréf HMS í júlí 2021.

Ennfremur lágu fyrir bæjarráði athugasemdir slökkviliðsstjóra við einstökum atriðum í úttektarskýrslunni. Auk þess skjal bæjarstjóra, eftir yfirferð hennar og slökkviliðsstjóra, þar sem sett eru fram drög að svörum til HMS um þau atriði í skýrslunni sem ástæða er til að bregðast við.

Slökkviliðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir framangreind atriði, sem þau telja ástæðu til að bregðast við skv. úttekt HMS.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá svörum til HMS, á grunni fyrirliggjandi draga, með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Valgeiri var þakkað fyrir yfirferðina.

Gestir

  • Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri - mæting: 16:40