Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar frá Helgrindum ehf. sem sótt hafa um leyfi til að reka gististað í flokki II, stærra gistiheimili, sem rekinn verður sem Helgrindur að Grundargötu 30 (F2115065).
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa frá því í gær.
Bæjarráð - 572Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
Fyrir liggja fundargerðir vegna opnunar verðboða í tveimur verðkönnunum vegna gangstétta. Bæjarráð - 572Lagðar fram til kynningar niðurstöður eftirfarandi verðkannana sem gerðar eru vegna framkvæmda við gangstéttar og opnuð voru í dag:
- "Gangstéttar, undirvinna - 2021" Um er að ræða rif á gömlum gangstéttum og undirvinnu undir malbikun á nýjum gangstéttum. Tilboð bárust frá Kjartani Elíassyni og Dodds ehf.
- "Gangstéttar á Grundargötu - 2021; steyptar gangstéttar með undirvinnu" Um er að ræða rif á gömlum gangstéttum og graseyjum, og uppsteypu á nýjum gangstéttum. Tilboð bárust frá Almennu umhverfisþjónustunni ehf. og Þ.G.Þorkelsson verktökum ehf.
Tilboðin eru í yfirlestri hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og mun hann skila niðurstöðum síðar í dag.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningum í samræmi við niðurstöður tilboða og/eða gera aðrar ráðstafanir út frá niðurstöðum, eftir yfirferð.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur sent bæjarstjórn ósk um umsögn vegna umsóknar bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar um tækifærisleyfi fyrir söngskemmtun í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði nk. 22. júlí.
Um er að ræða "Sveitalíf 2" - söngskemmtun Jógvans og Friðriks Ómars, sem vera átti í samkomuhúsinu Grundarfirði í kvöld. Vegna vatnstjóns þarf að færa skemmtunina í annað húsnæði, með þessum skamma fyrirvara.Bæjarráð - 572Með vísan til 17. gr. laga um veitinga- og gististaði gerir bæjarráð ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.