Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 8. júní sl., þar sem tilkynnt er um drög að nýrri reglugerð sem gerir ráð fyrir sameiningu heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við önnur heilbrigðiseftirlitssvæði.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 31. ágúst sl. varðandi breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum, ásamt reglugerð um sameiningu annars vegar heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og hins vegar sameiningu Kjósahrepps við Vesturlandssvæði á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.