Fundargerð til kynningar - þar sem bæjarráð hafði fullnaðarumboð í sumar.
-
Bæjarráð - 569
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 569
Lagt fram rekstraryfirlit janúar-maí 2021.
-
Bæjarráð - 569
Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Lilja G. Karlsdóttir hjá VSB verkfræðistofu sátu fundinn undir þessum lið.
Þær fóru yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað varðandi gangstéttar og blágrænar lausnir vegna undirbúnings framkvæmda í sumar og haust.
Farið yfir kostnaðartölur verkframkvæmda og forgangsröðun. Stærstu framkvæmdir ársins felast í endurbótum gangstétta og stíga.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 569
Lögð fram breyting á starfsreglum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.
Í samræmi við samstarfssamning Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa og yfirumsjón með eignasjóði, þ.m.t. verklegum framkvæmdum og fasteignum hjá sveitarfélögunum, er gerð eftirfarandi tillaga að breytingu á starfsreglum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna:
5. tl. 2. gr. reglnanna fellur niður.
Við 2. gr. reglnanna bætist í staðinn ný málsgrein:
- Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi skal tilnefndur eða ráðinn í samræmi við skyldur bæjarfélagsins skv. samstarfssamningi um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa o.fl. milli Grundarjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og er bæjarstjóra falið að annast tilnefningu/ráðningu í störfin í samræmi við samninginn, að undangengnu samráði við bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 569
Bæjarstjóri sagði samstarfi sínu, oddvita Helgafellssveitar, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps og bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar vegna ráðningarferlis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um þessi störf.
26 umsóknir bárust um störfin tvö og níu umsækjendur voru teknir í viðtal. Bæjarstjóri fór yfir ráðningarferlið og kynnti niðurstöður hæfnimats.
Bæjarstjóra falið að ljúka frágangi málsins í samræmi við lið nr. 4 á dagskrá þessa fundar, sbr. samstarfssamning sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 569
Lagður fram kostnaðarútreikningur vegna beiðni um launað námsleyfi starfsmanns í Leikskólanum Sólvöllum.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í samræmi við reglur Grundarfjarðarbæjar um styrki vegna námsleyfa, sem umreiknað hefur verið til stöðuhlutfalls skv. fyrirliggjandi gögnum.
Í samræmi við reglurnar verði undirritaður samningur skv. 4. gr. reglnanna lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 569
Lagðir fram skilmálar um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum. Lagt til að 50% afsláttarkjör gildi áfram til 30. júní 2022, í samræmi við framlagða skilmála, sem fela í sér smávægilegar breytingar frá þeim fyrri.
Fyrirliggjandi skilmálar samþykktir samhljóða.
-
Bæjarráð - 569
Lagður fram samningur um skólaakstur sem rann út vorið 2021. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins vegna frekari skoðunar.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 569
Lögð fram til kynningar skýrsla HLH ráðgjafar frá 4. júní sl., með kynningu á niðurstöðum um rekstur húsnæðis og þjónustu fyrir fatlað fólk á heimili sínu, ásamt fleiri gögnum.
Bæjarstjóri sagði frá því að á döfinni sé að auglýsa nýju íbúðirnar fimm lausar til umsóknar, en stjórn FSS hefur falið forstöðumanni FSS og HLH ráðgjöf að vinna nánar að tillögum um samlegð/samnýtingu starfa hjá FSS, þannig að skoðað verði hvort forstöðumann þurfi í heilt starf eða hlutastarf.
-
Bæjarráð - 569
Skv. nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru fjórir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í Grundarfirði.
-
Bæjarráð - 569
Lögð fram til kynningar umsókn í Styrktarsjóð EBÍ ásamt gögnum um uppbyggingu Þríhyrnings. 400.000 kr. styrkur fékkst til verkefnisins, þ.e. söguskiltis og eldstæðis í Þríhyrningi.
-
Bæjarráð - 569
Lögð fram til kynningar staðfesting Umhverfisvottunar Snæfellsness á 12. Earth Check vottuninni.
-
Bæjarráð - 569
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), fundargerð 113. fundar sem haldinn var 15. febrúar sl. og fundargerð 114. fundar sem haldinn var 26. febrúar sl., ásamt minnisblaði FSS um skólaþjónustu, tilvísunarblaði leik- og grunnskóla til FSS og ályktun skólastjórnenda á Snæfellsnesi um eflingu þjónustu FSS.
Bæjarráð leggur til að gögnin verði send skólanefnd til upplýsinga.
-
Bæjarráð - 569
Lagður fram til kynningar samningur við Tómas Frey Kristjánsson um ljósmyndun 2021.
-
Bæjarráð - 569
Lagður fram til kynningar samningur við Bongó slf. um afnot af húsnæði Sögmiðstöðvar sumarið 2021.
-
Bæjarráð - 569
Lögð fram til kynningar fundargerð húsfundar eigenda að Grundargötu 65, sem haldinn var 16. júní sl., ásamt ársyfirliti.
-
Bæjarráð - 569
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Vinnueftirlits ríkisins, dags. 28. maí sl., um ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál.
-
Bæjarráð - 569
Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 13. apríl sl., sem sent var öllum sveitarfélögum. Í bréfinu er óskað eftir ýmsum fjárhagsgögnum ársins 2021. Jafnframt lagt fram svarbréf bæjarins við bréfi ráðherra.
-
Bæjarráð - 569
Lögð fram til kynningar fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sam haldinn var 11. júní sl.