Lagt fram ársfjórðungsuppgjör janúar-mars 2021, ásamt rekstraryfirliti janúar-apríl 2021 og yfirliti yfir áætlun á rekstri málaflokka árið 2021.
Jafnframt kynnt samantekt bæjarstjóra á breytingum fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum árin 2015 og 2017-2022, með útreiknaðri meðaltalsbreytingu hvers sveitarfélags á tímabilinu. Samkvæmt samanburði hefur fasteignamat hækkað minnst í Grundarfirði af þessum sveitarfélögum.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga hjá Þjóðskrá, um forsendur breytinga matsins og nánari útlistun á atriðum eins og fjölda kaupsamninga sem að baki búa ár hvert, skiptingu milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, hlutföll gerðra kaupsamninga og samninga þar sem höfð eru eignaskipti og áhrif nýskráninga fasteigna. Upplýsingarnar verði lagðar fyrir fund bæjarráðs.
Jafnframt kynnt samantekt bæjarstjóra á breytingum fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum árin 2015 og 2017-2022, með útreiknaðri meðaltalsbreytingu hvers sveitarfélags á tímabilinu. Samkvæmt samanburði hefur fasteignamat hækkað minnst í Grundarfirði af þessum sveitarfélögum.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga hjá Þjóðskrá, um forsendur breytinga matsins og nánari útlistun á atriðum eins og fjölda kaupsamninga sem að baki búa ár hvert, skiptingu milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, hlutföll gerðra kaupsamninga og samninga þar sem höfð eru eignaskipti og áhrif nýskráninga fasteigna. Upplýsingarnar verði lagðar fyrir fund bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.