Í apríl sl. fóru byggingarfulltrúi ásamt formanni og varaformanni skipulags- og umhverfisnefndar, verkstjóra áhaldahúss og hafnarstjóra í skoðunarferð um iðnaðar- og athafnasvæðið við Kverná með það fyrir augum að finna hentugan stað fyrir geymslusvæði/bílastæði fyrir stærri bíla og vinnutæki.
Tillaga þar að lútandi er lögð fyrir nefndina. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðin að Ártúni 4 (neðan gámastöðvar) verði tekin undir þessi not, auk þess sem tómar bátakerrur megi geyma þar. Fyrirkomulagið verði til reynslu út júní 2022, til að byrja með. Framhaldið verði metið í ljósi þeirrar reynslu sem þá hefur fengist.
Svæðið er ætlað sem bílastæði fyrir lagningu stærri ökutækja, þungavinnuvéla og tækja, á númerum, sem og fyrir bátakerrur meðan þær standa tómar.
Nefndin leggur áherslu á að ekki safnist rusl eða lausamunir á svæðið og að því verði haldið snyrtilegu. Ennfremur leggur nefndin áherslu á að þegar sett verður upp eftirlitskerfi á geymslusvæði bæjarins við Hjallatún, verði samtímis sett upp myndavélavöktun á Ártún 4.
Tillagan samþykkt og verður reynslan metin, a.m.k. að loknu umræddu tímabili.