Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra þar sem kynnt er að listaverk er nú sett upp á lóðinni að Hrannarstíg 18.
Sólrún Halldórsdóttir hefur afsalað Grundarfjarðarbæ listaverki sínu, í varanlegu formi. Verkið byggir á 112 íslenskum orðum um vind og veður og verður það afhjúpað föstudaginn 4. júní nk.
Nú hafa verið byggðar varanlegar undirstöður undir verkið, sem stendur á eignarlóð Grundarfjarðarbæjar, sem tilheyrir íbúðum eldri borgara.
Vígsla verksins fer fram 4. júní 2021, kl. 15:30, og mun frú Eliza Reid afhjúpa verkið.
Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf til bæjarins.