Lögð fram til kynningar skýrsla sem verkefnastjórn heilbrigðisráðherra hefur skilað um rekstrarafkomu hjúkrunarheimila, apríl 2021. Einnig tilkynning um málþing sem haldið var 27. maí sl. um niðurstöðurnar.
Aflað var gagna um rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru fyrir daggjöld árin 2017-2019 og fyrri hluta árs 2020. Um er að ræða 19 heimili sem sveitarfélög reka og 21 sem rekið er í félagaformi.
Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en langflest hjúkrunarheimili voru rekin með halla árið 2019 þegar tekið er tillit til greiðslna frá sveitarfélögum eða 87% þeirra, en 72% þegar horft er framhjá framlagi sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar skýrslunni jafnframt til kynningar fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.
Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga með úttekt á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila. Skýrslan var gefin út í apríl 2021. Jafnframt lögð fram kynning málþings sem haldið var um efni skýrslunnar þann 27. maí sl.
Aflað var gagna um rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru fyrir daggjöld árin 2017-2019 og fyrri hluta árs 2020. Um er að ræða 19 heimili sem sveitarfélög reka og 21 sem rekið er í félagaformi.
Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en langflest hjúkrunarheimili voru rekin með halla árið 2019 þegar tekið er tillit til greiðslna frá sveitarfélögum eða 87% þeirra, en 72% þegar horft er framhjá framlagi sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar skýrslunni jafnframt til kynningar fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða.