Lögð fram beiðni vegna stækkunar á lóð að Ártúni 5 um 3 metra til suðurs, til að aðkoma verði að baklóð hússins. Eigandi lagði fram reyndarteikningar af húsnæðinu.
Runólfur vék af fundi undir þessum lið
Við samanburð á framlögðu lóðarblaði kemur fram að stærð lóðarinnar er í samræmi við þegar samþykkt deiliskipulag (breytingu) frá 2008.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja umrædda breytingu. Einnig felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja reyndarteikningu af eldri helmingi hússins og nýrri grunnmynd að þegar byggðri viðbyggingu.
Við samanburð á framlögðu lóðarblaði kemur fram að stærð lóðarinnar er í samræmi við þegar samþykkt deiliskipulag (breytingu) frá 2008.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja umrædda breytingu. Einnig felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja reyndarteikningu af eldri helmingi hússins og nýrri grunnmynd að þegar byggðri viðbyggingu.